Lúxus vandamál og lúxusíbúð

Ég veit það er bannað að kvarta yfir svona, en við erum ekki með loftkælingu og það er svo brjálæðislega heitt úti sem inni að ég á svo erfitt með að læra, sit bara og svitna og bráðna til skiptis og get ekki hugsað. Þetta er allt að koma þó, er þegar búin að skila einni ritgerð, þá er bara stuttmynd, storyboard animation, ljósmynda portfolio og plakat, logo og nafnspjald eftir...
En annars var ég að fá mjög ánægjulegt bréf frá byggingarfélagi námsmanna þar sem mér var tilkynnt að okkur hefði verið úthlutuð íbúð!
Frá og með haustinu munum við Páll búa á Háteigsvegi 33 á annari hæð(á móti sjómannaskólanum)
Með svölum og allt! Þar eru allir velkomnir í grill og gott spjall! Jibbíjei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

It will be so wack!!!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 17.6.2007 kl. 20:33

2 identicon

við verðum þá bara nágrannar! ..ég er í bólstaðarhlíðinni nebbla ...vei :)

Hanna BIrna (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

Hey gaman! Allir þurfa góða granna :) já ég held þetta verði cool

Brynja Björnsdóttir, 25.6.2007 kl. 09:00

4 identicon

Vá en frábært! Til hamingju :)

Sveinlaug (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband