Fljótt skipast

Já það verður seint sagt um þessa dvöl að hún hafi verið öll njörvuð niður og farið einsog búist var við. Tina þurfti að fara óvænt fyrr heim bara í gær, sem þýddi að ég þurfti að flytja út í gær, enda við orðnar tvær eftir í íbúðinni og eigendurnir vita náttúrulega ekki af mér. En ég fæ að vera hjá Rosinu sem við fórum með til Kythnos og Spörtu og við Ylfa fáum að geyma dótið okkar hjá henni líka. Það er líka svo töff, hún Rosina á mótorhjól og nú sit ég aftaná og við brunum þvers og kruss um Aþenu með hárið flaksandi í vindinum.

Pabbi, Hrefna, Arnaldur og Ásbjörn vinur hans fóru líka heim í gær og ég fór nokkrum dögum fyrr að hitta þau í Santorini fyrst og þaðan fórum við til Sifnons og loks til Aþenu. Æðislegar eyjur, þvílík náttúrufegurð og notalegt letilíf og gott og gaman að hitta fjölskylduna aftur. Set inn myndir sem fyrst.

Á undan því kláruðum við Tina allt fyrir skólann og núna rétt í þessu var ég að koma þaðan í síðasta sinn, búin að skila öllu og fá 17.5 einingar metnar! Mikið sem ég er fegin að það er frá.

Á eftir fer ég svo aftur til Sifnos :) því þar eru Ylfa og Kaja og Marilice, eistarnir, þær eru búnar að vera á eyjaflakki og svo er næsta stopp Feneyjar eftir 5 daga!

Annars er hitinn farinn að ná til manns loksins að eihverri alvöru og eina ráðið að hanga í loftkældum rýmum og drekka um 7 lítra af vatni á dag, án gríns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó ljúfa líf... 

Til hamingju með skólann! Æðislegt að það sé frá. 

Sakna þín og hlakka til að hitta þig :)

Njóttu síðustu metranna í botn!

xxx, Sveinlaug

Sveinlaug (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband