Kythnos

Kythnos var æði, einu orði sagt. Við komum þangað undir morgunn á föstudag og fórum beint á ströndina, eftir að hafa hent dótinu okkar inn á hótel. Við gistum í litlum stúdíóíbúðum við sjóinn. Við skoðuðum eins konar hvera-á sem rann ofan í lítinn hyl þar sem við böðuðum okkur, enda vatnið talið hafa lækningarmátt og góð áhrif. Við lágum svo í sólbaði það sem eftir lifði dags, borðuðum við ströndina og loks var diskótek um kvöldið. Á leið heim af diskóinu vorum við e-ð hungraðar og kíktum við á veitingastaðnum við ströndina. VIð spurðum hvort búið væri að loka (sem var augljóst mál, enda bara eigandinn og tvö önnur inni að fá sér bjór). En eigandinn bauð okkur velkomnar og við fengum grillaðan fetaost og brauð og ýmislegt fleira grinilegt. Þegar við ætluðum að borga reikninginn tók hann það ekki í mál, sagði okkur að við værum gestir á eyjunni og fengjum ekki að borga honum. Við fórum hissa en glaðar í svefninn, yndælir þessir Grikkir á eyjunum.
Daginn eftir fórum við í hellaferð að skoða helli sem heitir einfaldlega "Felustaðurinn" en þar leitaði fólk skjóls gegn loftárásum í Seinni Heimstyrjöldinni. Svo komum við að lokuðum veitingastað en þeir opnuðu fyrir öllum hópnum og elduðu allskyns sérrétti frá eyjunn, tam. steiktar ostabollur sem voru mjög góðar. Þjóðdansaklúbburinn fékk sér mikið ouzo, sem er grískt brennivín svipað sambukka en við létum það alveg vera. Stuttu seinna braust út hópdans mikill hjá þjóðdansafélginu svo unun var að horfa á.
Svo skoðuðum við þjóðminjasafn og býsantískt safn, en einmitt á leið á það lentum við í þvílíkum æsingi. Við vorum að þræða þröngar og að því er virtist fáfarnar götur, um 40 manna hópur, þegar við allt í einu erum lent í einskonar gæsapartýi. Inni á bar var ótrúlega há grísk þjóðlagatónlist og þar stigu fullt að konum trylltan dans og fyrir utan, við veginn stóðu að rar konur með súkkulaði og kökur og hnetur og nánast tróðu uppá mann. En það fyndasta voru konurnar með viskístaupinn, því án þess að átta sig á því hafði maður staupað viskí og var með fangið fullt af góðgæti :) afar hressandi reynsla. Það kvöld borðuðum við svo grískt hlaðborð á höfninni og tókum sporið enn á ný á hafnarbakkanun undir tónlist hljómsveitar úr þorpinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Heyrðu þú ert orðin svo brúnn og sætur!!  My my...

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 20:47

2 identicon

já þessi hvera-á var klárlega með lækningarkraft...enda læknaðist ég alveg :)

Ylfa (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband