Skóli

Jæja, fórum í skólann í gær og ég gekk í hálfgerðri leiðslu um gangana, það var svo mikið af fólki, aldrei séð annað eins mannhaf, og allir reykjandi og talandi og svo voru hátalarar með rosa hárri rokktónlist. Eftir öllum ganginum voru svo sölubásar þar sem nemendur selja sjóræningja dvd myndir og geisladiska, aðrir eru með bása til að skrá mann í einhver félög og reynað troða uppá mann visa kortum og enn aðrir selja glingur, eyrnalaokka og hálsfestar og slíkt, eins og götusalarnir, afar undarlegt allt saman. En við náðum í skottið á nokkrum kennurum og ég er allavega skráð í animation og svo margmiðlunarkúrs, sem er í grafísku deildinni sem og auglýsingaljósmyndun.

En það er enginn að stressa sig eftir 2 mánaða verkfall og 2 vikna páskafrí og þetta mun allt hefjast á næstu vikum segja kennararnir, það þarf reyndar að klára haustönnina fyrst í mörgum tilvikum og fyrir utan það er ég löngu hætt að kippa mér upp við vesen í krignum skólann. Ég er bara feginn að búið sé að opna hann og vona bara að ég fái allar einingarnar undir endann. Ég og Tina skólasystir mín og herbergisfélagi ætlum að nota ræktina í skólanum og svo er stórt og gott bókasafn þar.

Annars erum við að fara um helgina til eyjarinnar Kythnos, förum ég Tina og Ylfa með Rosinu sem við vorum hjá í Spörtu um páskana. Með í för verður líka þjóðdansaklúbbur sem Rosina er í þannig þetta ætti að verða fjör.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

meðfylgjandi er sumsé mynd frá Kythnos :)

Brynja Björnsdóttir, 18.4.2007 kl. 21:25

2 identicon

Gott að heyra frá þér fréttir aftur. Góða skemmtun í ferðinni...

xxx, Sveinlaug

Sveinlaug (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Hey frábært að skólinn sé opnaður!  Ég vildi að ég væri að fara á eyju með þér.  Það væri pottþétt ógó gaman hjá okkur!!  Já!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

pottþétt maður! við eigum það eftir ;)

Brynja Björnsdóttir, 19.4.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband