...

Jæja, þá kvaddi ég Pál í gær eftir viku heimsókn. Það var mjög gaman hjá okkur, við fórum til eyjunnar Agistri í sólbað og scooter keyrslu. Við horfðum á úrslit meistaradeildarinnar á risaskjá með nokkur þúsund Liverpool áhangendum. Við lentum í þrumum og eldingum en líka í sól og blíðu. VIð fórum á hersafnið og náttúrulega Akropolis. Við borðuðum á okkur gat af ýmsum grískum og gómsætum réttum. Mjög góð heimsókn.

Nú eru síðustu vikur skólans að hefjast og ekkert að gera nema spýta í lófana og bretta upp ermar. Skólinn er svo búinn 22. júní og þá koma próf sem við tökum ekki. VIð þurfum svo að fara út íbúðinni í lok júlí og ég fer til Feneyja að hitta Evu Dagbjörtu vinkonu mína þá. Það er tveggja daga sigling héðan. Svo ætlum við Ylfa að fara til Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklands með lest og svo höngum við kannski á einhverri fallegri grísku eyju og svo heim 31.júlí!

Myndirnar frá heimsókninni eru í tölvunni hans Páls þannig þær koma inn seinna.
Bestu kveðjur á klakann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

helvetis ruslpóstsvörn...maður þarf að hafa reiknivél við höndina.

Þessar myndir verða sendar, en er einhver leið að þjappa þessu skemmtilega svo ég þurfi ekki að senda hundrað megabæt, þá fer allt í rugl.

Annars fékk ég semi-niðurgang og fjólublá útbrot eftir Grikklandsdvölina, afskaplega furðulegt allt saman 

palli (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:11

2 identicon

ja thu getur minnkad thaer i preview eda photoshop ef thu ert med thad. biddu Asa ad hjalpa thjer ef allt fer i fokk :)

vona ad thu hressist, thetta er ekki nogu gott astand

Brynja (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 07:23

3 Smámynd: Árni Torfason

Það hefur nú verið hann Páll E. sem hefur séð um tæknimálin mín upp á síðkastið. Húkkaði upp sopcastinu og er alltaf á leiðinni að setja upp internetið heima og laga myndavélina mína.

Árni Torfason, 31.5.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband