Velkomin til Miðjarðarhafsins

Við Tina rifum okkur upp klukkan 7 í morgunn eftir svefnlitla nótt vegna hávaðarifrildis í nágrönnum okkar. Þegar við komum askvaðandi að metro stöðinni sjáum við okkur til skelfingar að hún er lokuð. Þá er okkur sagt að það sé verkfall í dag og strætóarnir munu líka fara í verkfall seinna í dag. Og þriðjudagar eru lengsti dagurinn minn, ég missi af svo miklu og það er svo lítið eftir! En það er ekkert við því að gera nema yppta öxlum og reyna að haga sér einsog alvöru Miðjarðarhafssbúi. Það eru einnig einhverjar líkur á því að verkfallið í skólunum hefjist aftur í júní, það á eftir að kjósa um það innan skamms :)
Annars er eitt komið inn í ferðaplanið í júlí, ég ætla að sigla héðan til Feneyja og hitta þar Evu bekkjarsystur mína úr Listaháskólanum og við ætlum að skoða Feneyja tvíæringinn. Hún er búin að vera á þessari önn skiptinemi í Ungverjalandi, það verður gaman, vei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Það mætti halda að þeir fái eitthvað út úr því að vera í þessum verkföllum.  Þetta er ekki alveg eðlilegt finnst mér?  What is wrong?

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 16.5.2007 kl. 09:32

2 identicon

Skemmtilegar skólamyndir - ágætt fyrir fátæka námsmenn að fá ókeypis mat í skólanum :)

Trúi þér vel þegar þú segir að ágætt sé að vera námsmaður í Grikklandi (skrifað með annað augað á rigningunni út um gluggann....). Held að Birta kvarti heldur ekki þessa dagana, blaðamaður í Cannes! Mjög skemmtilegir pistlarnir hennar.

Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 13:17

3 identicon

thetta er eitthvad grin med verkfollin! skolanum var vist aflyst utaf thessu sem betur fer. En ja va, held thad se sweet i cannes, ofunda hana ekkert sma. Jeg er ordin mjog spennt fyrir endurfundum 11. agust, er ekki allt bara komid a hreint med thad(spurningamerki) er a svikulu lyklabod :)

Brynja (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:03

4 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Er þessu beint til mín semsagt(Spurningamerki)  Heyrðu jú það er allt í orden þannig bara smá tæknilegir örðugleikar.  Við finnum út úr því eins og öllu öðru(Upphrópunarmerki)

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband