27.2.2007 | 14:50
Kvikmyndaklúbbur
Í gær fór ég með Tony uppá loft heim til Nikita bróður Tonys þar sem vikulega er haldinn kvikmyndaklúbbur. Þá hittast ýmsir vinir þeirra og kunningjar, allt uppí 40 manns og skipst er á að elda og sá sem eldar kemur líka með bíómynd, allavega var það þannig í gær. Það var franskt þema, franskur matur, fyllt grænmeti, svínakjöt, kartöflugratín og e-ð kál. Og svo var sýnd myndin Vatel um Lúðvík XIV og hans fylgdarlið sem gista í kastala hjá einhverjum prins allt prjálið í kringum það, ekkert spes mynd þannig.
EN þessi klúbbur var mjög sniðugur, sumir sátu niðri og drukku rauðvín og bjór ungir sem aldnir og spjölluðu um heima og geima, minnti mig á vikluegan kvikmyndaklúbb sem við starfrækjum heima hjá pabba og Hrefnu, nema þar er ekki reykt eins mikið :)
Ég ræddi við nokkra á ensku og það er svo fyndið varðandi verkfallið, ein stelpa sagði við mig "þetta hættir á næstu dögum, engar áhyggjur" en svo sagði kærastinn hennar "biddu fyrir þér, þetta verður langt fram á vor"
ég kýs að trúa stelpunni
annars koma hinir krakkarnir í kvöld og á morgunn ætlum við að finna íbúð, fór og keypti athens news í dag og þar eru fullt af íbúðaauglýsingum, og fleiru skemmtilegu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2007 | 22:40
...
Um helgina fór ég á gríska þjóðminjasafnið og það var margt fallegra muna, svo fór ég á Plaka sem er svona svæði með búðum og kaffihúsum og galleríum. Það var dálítið kalt en fínt, svo er ég svo rög enn í ratinu að ég held mig alltaf á vissum radíus til að ég rati örugglega tilbaka, hann stækkar þó með hverjum degi sem er gott
Ég var að lesa í blaði sem heitir Capital A og er svona tímarit á ensku um það helsta sem er að gerast í Aþenu þennan mánuðinn, það var mjög fyndinn kafli um húmor Grikkja. Það stóð bara mjög skýrt; ef þú ert frá Bretlandi og vanur að grínast, eða nei, eða bara ef þú ert útlendingur í Grikklandi EKKI SEGJA BRANDARA, það skiptir ekki máli hve vel þeir skilja ensku eða hve vel þeir eru menntaðir, ekki reyna að grínast og alls ekki nota kaldhæðni. Svo er reynt að útskýra húmor Grikkja með því að benda á svart hvítar grískar myndir frá fimmta og sjötta áratugnum sem eru sýndar hér á hverju kvöldi.
Það var viðtal í fréttunum áðan við Erasmus skiptinema frá Ítalíu, Póllandi ofl, sem hafa verið hérna síðan í september og sögðu farir sínar ekki sléttar. Það er opinberlega búið að blása af prófin og þarmeð haustönnina eins og hún leggur sig og þau voru afar ósátt með lítið flæði upplýsinga og aðgerðarleysi varðandi þeirra mál af hálfu Erasmus skrifstofunnar hér úti.
Það er eithvað hinsvegar sem ég get ímyndað mér að sé erfitt að hafa húmor fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2007 | 16:44
no news
is good news?
maður vonar það allavega, hef ekkert heyrt frá alþjóðafultrúanum heima og reyndi að hringja í skrifstofu international og public relations í skólanum í dag en þar svara enginn enda er líklega enginn þar nema reiðir stúdentar
talandi um reiða stúdenta, ég fór niður í bæ í dag að skoða mótmælin, fyrst reyndar villtist ég og fór á vitlausa stoppistöð og enginn skildi ensku og ég missti móðinn og fór heim, í því kemur Tony heim og segir mér réttu leiðina, aftur. Ég fékk mér mousakka (sem er mjög góður grískur réttur, einsog lasagne nema með kartöflum í botninum og eiginlega allt öðruvísi, en mjög góður) og lagði svo af stað aftur, staðráðin í að gefast ekki upp þrátt fyrir gölluð ratgen.
Þegar ég kom niður í bæ heyrði ég hljóð úr fjarska, ég labbaði í átt að mótmælunum og þar voru þúsundir mótmælanda að syngja ,,give peace a change" ég fékk alveg gæsahúð og hroll og hringdi í Palla og leyfði honum að heyra, ég tók líka vídjó sem ég set á síðuna vona bráðar, sem og myndir.
Svo þrammaði fylkingin áfram með allskyns skilti og fána, ansi marga rauða reyndar, og kallaðist eitthvað á, níðvísur um menntmálaráðherra gat ég mér til um. Svo voru óeirðarlögreglur með hjálma og plastskildi og stundum stöðvaðist hluti fylkingarinnar hjá þeim og hrópaði einhverjar hnittnar rímvísur í átt að þeim, og svo voru fullt af fréttamönnum og fólki með myndavélar (undirrituð ma.) sem horfði á og vonaðist til að fjör færðist í leikinn. NEi ég var annars feginn að engar sprengjur sprungu nálægt mér, þá hefði ég þurft að koma heim von bráðar í ,,shit happens" bol.
Annars er enn einhver skítur í mér, þrátt fyrir að ég sofi í flíspeysunni frá mömmu og Kristjáni og er með flísteppið frá pabba og Hrefnu undir sænginni. Það læddist reyndar að mér grunur eftir bæjarferð mína í dag að kannski það sé eitthvað annað að valda kvefinu en smá kuldi í húsunum, eitthvað sem er Íslendingum sem betur fer ekki eins kunnugt og kuldi, ég held ég láti Tom Lehrer um lokorðin varðandi þetta;
Just go out for a breath of air
And you'll be ready for Medicare
The city streets are really quite a thrill
If the hoods don't get you, the monoxide will
Pollution, pollution
Wear a gas mask and a veil
Then you can breathe
Long as you don't inhale
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2007 | 16:15
Athens news
greina frá þessu hér ma;
SMOKE signals from last week's meeting of university rectors with Education Minister Marietta Yannakou suggested that both sides might finally be feeling their way towards a face-saving compromise.
But many are still not satisfied.
Despite the green light from the council of rectors on February 4, university teachers and students remain sharply divided. Professors have vowed to continue their action, while students continue to occupy more than 300 university and college departments across the country.
The proposed reforms remain unpopular. The government's plan to lift the state monopoly of higher education by revising article 16 of constitution is just as controversial.
The past 12 months have been an annus horribilis for Yannakou. The embattled minister has failed to convince the critics of the merits of her proposed university education reforms.
But Yannakou will not back down.
"Know that the education [reforms] will proceed," she told parliament on February 4. "As long as this government is [in power], it will proceed along the path it has paved from the very start."
"A large number of distinguished university teachers is supporting our government," added Yannakou, responding to criticism from opposition lawmakers. "We know that this bothers you. It's the first time that the council of university rectors has taken a stand [in favour of the reforms]."
The view from unionists is different.
The Hellenic Federation of University Teachers' Associations (POSDEP) has called for universities and technical colleges nationwide to close down until the end of this month.
Continued strike action has postponed winter examinations at many universities, which means that thousands of students could miss the school year.
"For us, nothing has changed and we will continue our strike action," said POSDEP general secretary, Yannis Maistros, ahead of a massive nationwide rally on February 8.
Public primary and secondary schools nationwide are also scheduled to shut down on February 14, 15 and 24 when parliament plenary is scheduled to debate whether to revise article 16 of the constitution.
Opponents of the constitutional revision argue that such a move would undermine public education.
At present, only public universities and colleges are recognised in Greece. Degrees earned by foreign universities that are linked to private higher education institutes abroad are not recognised as equal to Greek university diplomas.
The question now, however, is how much longer the government will wait to table the proposals. The government had initially pledged to bring the reform proposals to parliament by September 2006.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2007 | 15:55
óvissan
er allra verst.
Tony talaði við vin sinn sem er kennari í TEI, skólanum mínum, í morgunn og hann sagði að þau ætluðu að reyna að opna skólann í næstu viku. Þetta er svo glatað ef þetta gengur ekki, ég vil ekki fara heim aftur og of seint er að byrja önnina í öðrum skólum, ætli LÍN láni manni ef það er verkfall í gangi? Maður spyr sig.
Dagurinn er búinn að vera rólegur og indæll, svaf til 14 (ég er enn á íslenska tímanum, þá er klukkan bara 12) en ég var eitthvað óvenju þreytt, svo fórum við Tony í súpermarkaðinn og þar var margt girnilegt og fersk, íslenskur saltfiskur og hvaðeina. Við náðum svo í smáauglýsingablað til að kanna með íbúð, en það er allt á frekar viðkvæmu stigi ef skólinn opnar svo ekkert...annars geri ég bara heimildarmynd um þetta og heimta að fá hana metna sem 15 einingnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2007 | 20:57
Aþena og mótmæli
Jæja, þá er ég lent og komin heim til Tony þar sem ég gisti á meðan ég finn íbúð fyrir okkur. Hann er mjög indæll maður, sótti mig á flugvöllinn og ég er með sérherbergi og sérbað í kjallaranum, og já svo er sundlaug útí garði...spurning um að finna enga íbúð...
EN héðan er ekki tíðindalaust, nema síður sé, þó ég sé nýlent, því Tony upplýsti mig um það á leið heim frá flugvellinum að stúdentar hefðu hreiðrað um sig í háskólum landsins um miðjan janúar og neita að hleypa fólki inn, vinir hans Tony sem eru kennarar hafa bara verið heima frá því um miðjan janúar, komast ekki í vinnuna, svo áttu að vera próf þá úr haustannar efninu og þau var ekki hægt að taka og fólk því að missa heila önn.
Málið er að ríkisstjórnin vill samþykkja lög sem heimila einkaskóla sem og ríkisrekna, en þetta vilja stúdentar ekki heyra á minnst, og skv lögum má lögreglan ekki koma inn í skólana, þannig stúdentarnir mega kasta molotovkokteil í átt til lögreglunnar og hlaupa svo tilbaka í stikk!
Það eru risamótmæli skipulögð á fimmtudag, stúdentar hóta þúsundum mótmælandna, ég ætla að reyna að missa ekki af því.
Annars vil ég þakka góðar og hlýjar kveðjur frá öllum við brottför mína og ég ætla barað fara í háttinn, hlakka til að geta skoðað mig um á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2007 | 12:03
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)