28.3.2007 | 14:16
Fór í matarboð og flutti inn
En ég fæ þetta mjög ódýrt, ódarar en hitt sem ég var að spá í, OG þær hafa ískáp, eldavél, þvottavél, risa svalir og aðgang að þakinu þar sem hægt verður að sóla sig OG þær eru að fá þráðlaust net í íbúðina þannig ég get farið að vera meira á skype ogsvona OG hverfið er æðislegt, mjög miðsvæðis. Svo er Tina í mínum skóla í ljósmyndadeildinni sem er mjög gott OG svo það sem mestu máli skiptir er að þær eru mjög skemmtilegar stelpur, þannig að þetta gæti ekki verið betra :) Þriðja stelpan er frönsk og getur víst verið örlítið erfið en hún samþykkti þetta þannig allt gekk upp.
Eftir matinn fórum við Ylfa á Erasmus partý rétt hjá þar sem við búum og svo á bar og loks fengum við okkur crepes á leiðinni heim, ég fékk að gista hjá þeim, prufa nýju íbúðina :)
Fór heim til animation prófessorsins minn í gær, og sýndi henni storyboardið mitt og ég á að gera svona grófa útgáfu af myndinni til að sjá tímasetningar og allt og svo tek ég myndina upp uppí skóla er skólinn byrjar. Hún er æðisleg, mjög góður leiðbeinandi, og hún lánaði mér heim fullt af bókum um animation. Á morgunn fer ég upp í skóla á fund varðandi einingarnar mínar, allt er í góður farveg í þeim málum. Svo fer Birta alvega að koma í heimsókn, eftir 2 vikur á morgunn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2007 | 13:05
Innrás, eyja og tímaflakk.
Í dag er Þjóðhátíðardagur Grikkja þar sem þeir fagna sjálfstæði frá Tyrkjum árið 1821 og í tilefni af honum hrökk ég upp klukkan 7:15 (að ég hélt) við það að það nötraði í húsinu, ærandi vélahljóð fyrir utan og veggirinir titruðu, ég hélt að sjálfsögðu að það væri komin jarðskjálfti, fór út á svalir og við mér blasti gríski herflotinn eins og hann leggur sig, svona nánast. Þar sem ég er fædd á meðan kalda stríðinu var að ljúka var ég nú viss um að ráðist hefði verið inn í landið meðan ég svaf vært.
Svo mundi ég að það væri þjóðhátíðardagur í dag og þetta gæti tengst því, en þetta var ekki þægilegur hávaði, svo sofnaði ég aðeins aftur, til þess eins að hrökkva upp skömmu seinna er þotur og þyrlur tóku að sveima yfir húsnunum!
Ég vissi að skemmtunin ætti að hefjast um 11 ellefu á syntagma torgi sem er hér rétt hjá og ég var búin að fara í sturtu og gera allt þegar ég arkarði af stað útí sólina um ellefu leytið. Á leið minni á torgið voru ansi margir á leiðinni framhjá mér í öfuga átt, ég skildi ekki hvort þetta hefði bara verið 10 mínútna skrúðganga en þegar ég kom á torgið var greinilega öll dagskrá búinn. Þá fó ég á netkaffihús og þar voru allar klukkur vitlausar, þá mundi ég eftir því að klukkan í tölvunni minni hafði líka verið klukkutíma of fljót í morgunn og þá loksins fór að renna upp fyrir mér ljós, við erum greinilega komin á sumartíma hér og er ég því orðinn 3 tímum á eftir Íslandi.
En skrúðgangan sem fór framhjá húsinu mínu í morgunn var víst aðaldagskráin, þeir sýna flotann allan í skrúðgöngu, etv til þess að Tyrkir haldi sig sín megin er þeir sjái við hvað er að etja.
En í gær fór ég með Ylfu sem er skiptinemi hér úti frá HR og kærasta hennar og 2 eistnenskum stelpum og einni pólskri útá eyju rétt fyrir utan Aþenu sem heitir Aegina. Við vorum um 40 mínútur að sigla og þegar við komum yfir leigðum við okkur skellinöðrur og skoðuðum okkur um, það var ótrúlega gaman, ég keyrði eina með póslku stelpuna aftaná og við skoðuðum kirkju, lítið sjávarþorp sem heitir Aigia Marina og fórum í klaustur að skoða þar sem konur fengu síð pils til að vera í því við máttum ekki koma inn í buxum.
Mjög skemmileg ferð og geðveikt að vera á svona vespu.
Fundur upp í skóla á miðvikudag, flyt í nýja íbúð 1.apríl sem er mjög ódýr og fínt og stórt herbergi sem ég fæ en hún er kannski ekki fullbúin, vantar þvottavél og hmm... ískáp, en það eru skemmtilegir krakkar sem búa þar, listnemar frá þýskalandi og frakklandi ogsvona, fínn staður líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2007 | 09:10
:(
var að kveðja Heiðrúnu, þetta er svo skrítið, svo fer Davíð á fimmtudag og ég verð ein í íbúðinni okkar :( ég á eftir að sakna þeirra ekkert smá mikið, það er búið að vera mjög auðvelt og gaman að búa með þeim.
Verð svo að finna nýja íbúð með einhverjum ókunnugum krökkum. Ég kynntist einni þýskri stelpu á skiptinmemafundinum á föstudag og við Heiðrún fórum með henni og vinkonu hennar og íslenskri stelpu sem er að leigja með henni niðrá strönd í gær. Sú stelpa er skiptinemi í viðskiptafræði og heitir Ylfa og haldiði að hún og Heiðrún hafi ekki bara verið saman í barnaskóla! Við erum nú ekkert óttalega mörg Íslendingar. Sú þýska gaf mér númer hjá stofnun sem hún fékk sína íbúð í gegnum sem reddar stúdentum íbúðum með öðrum stúdentum og svo hitti ég líka spænska stelpu á fundinum sem þarf kannski að rýma sitt herbergi brátt og það er rétt hjá þar sem við búum sem er ágætt, kemur betur í ljós í vikunni. Annars á skólinn kannski að byrja í næstu viku, skrifstofan á að opna í dag og kennsla á næstu viku. Ég vona það en trúi því er ég sé það.
Það er fáránlega ýkt hvað það má reykja allstaðar hér, nokkur dæmi sem ég hef séð:
-þjónustufulltrúi í banka að reykja!
-afgreiðslufólk í búðum, bókabúð til dæmis, afar smekklegt
-öllum veitingastöðum, McDonalds, allstaðar!
mjög furðulegt
setti inn nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2007 | 14:01
Fer ekki fet! :)
Ég fór á fund með prófessurunum mínum á morgunn og animation kennarinn lét mig byrja á animation verkefni, á að gera storyboard fyrst og hafa svo samband við hana og ljósmyndakennarinn ætlar að emaila á mig verkefni um helgina. Ég get svo fengið það metið þegar skólinn opnar, hvenær sem það verður. Þau höfðu farið á fund skólastjórans fyrr um morguninn og hann sagðist halda að kennarar myndu mæta strax á mánudag og kennsla hæfist viku seinna, það er samt ekkert öruggt varðandi þennan skóla og ég trúi því er ég sé það.
Það eru stúdentakosningar í dag um hvort eigi að halda verkfallinu áfram eður ei og verða úrslit kunngerð um helgina. Ég hitti líka fleiri skiptinema í dag sem eru í sömu vandræðum og var verið að finna lausnir fyrir þau líka. Heiðrún og Davíð þurfa hinsvegar að fara heim, þau eru náttúrulega í annari deild en ég og hún er öðruvísi uppbyggð. Ég þarf því að finna mér íbúð sem fyrst, erum að farað hitta leigusalann okkar á eftir og vonumst að það gangi allt vel...meira er ekki ljóst á þessari stundu en framtíðin er þó björt þó óljós sé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 15:34
svikuli sjakala skóli
Fórum í skólann á miðvikudag, erum búin að vera í nettu sjokki síðan. Þar fengum við að heyra að hann myndi kannski opna EFTIR PÁSKA, um 16. apríl...KANNSKI. Og allt er svo hægt, vorum þarna í 5 tíma til að frétta þetta og eitthvað rugl, hittum skiptinema sem hafði verið þarna frá október, hafði mætt einhverja daga í desember, það er allt og sumt! Verkfallið kemur og fer. Og enginn varar okkur við áður en við flytjum hingað út! Og TEI svar engum símtölum, emailum eða föxum frá LHÍ, og svo finna þau ekki pappírana hans Davíðs sem voru sendir með okkar Heiðrúnar í febrúar, svikuli skóli.
Eigum að hitta prófessorana okkar á morgunn, þeir hafa ekki mætt áður, festast alltaf í umferð. (?) Þeir eru kannski með einhverjar lausnir eða sérverkefni, en skólinn er lokaður og við höfum enga aðstöðu. Davíð og Heiðrún hafa fengið fyrirmæli frá sinni deild heima að koma heim þegar í stað og reyna að bjarga árinu einingalega séð, ég hef ekki enn heyrt, deildarstjórinn minn heima er væntalegur í bæinn á mánudag.
Ég vil ekki fara heim, mér finnst það svo glatað, allt þetta til einskis, vona að það séu góðar lausnir sem þeir eru með á morgunn, og þá get ég farið að finna mér íbúð ein, get samt verið þar sem við búum núna út mars, held ég, höfum ekki enn látið skólann vita hér úti að þau séu að fara og ekki talað við leigusalann okkar, erum bara dálítið leið en samt að reynað gera eitthvað skemmtilegt síðustu dagana þeirra hér allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 14:33
SKÓLI
Fórum og skoðuðum skólann í gær, fáum frekari fyrirmæli á miðvikudaginn og mætum á fimmtudag vonandi. Mér skilst að ég geti valið kúrsa þá, og ég á að geta valið bæði kúrsa í ljósmyndadeildinni og í grafískri hönnun, en inní þeirri síðarnefdu er tam. animation og fleira vonandi.
Við sáum líkamræktarsalinn í skólanum sem við megum nota ef við komum með vottorð um að við séum ekki með hjartagalla eða eitthvað. Svo sáum við matsalinn sem við megum borða tvisvar á dag frítt, hádegismat og kvöldmat. Kvöldmat kynnu þið að spyrja ykkur? Já kvöldmat, skólinn er alla virka daga frá 9-18 og inn í það prógram förum við líka. Hún sagði okkur vinsamlegast að skoða okkur um og fara á söfn núna því það mun ekki vinnast neinn tími til þess er skólinn byrjar. Við vorum í frekar miklu sjokki en svo held ég að þetta verði bara gott að prófa, venja sig við slík vinnubrögð, vona bara að það verði skemmtilegir kúrsar í boði.
En það er tveggja vikna páskafrí og náttúrulega helgarfrí en þá er reyndar heimavinna :) svo er skólinn búinn 5. júlí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2007 | 11:14
:)
Við náðum í alþjóðafulltrúann hérna úti og hún boðaði okkur á fund á fimmtudag uppí skóla, og svo er ég búin að tala við skólann heima og nú er ég sannfærð um að þetta bjargist allt og ég er ekki á leið heim neitt fyrr.
Skoðuðum skólann í gær, allt var lokað náttúrulega en gaman að sjá hann smá og nú vitum við hvar hann er, setti inn nokkrar myndir frá síðustu dögum. Sáum skjaldböku hjá skólanum og heyrðum í uglum...
Annars ætlum við að labba niður að strönd núna, kannski ekki í sólbað enda vetur, þó veðrið sé svona álíka og á sumardegi heima. Fórum í bíómyndaklúbbinn í gærkvöldi og fengum fullt af æðislegum grískum mat og hittum enskukennara úr skólanum okkar. Hún sagði að kannski myndi hann opna í fyrsta lagi 20.mars en það kemur allt í ljós.
Við erum alltaf að smakka nýjann mat, yfirleitt mjög góður matur hér, þannig að enn sem komið er er fáránlega skemmtilegt að versla í matinn, svo margt nýtt og spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 13:55
ALLIGOTT
Héðan er allt glimrandi gott, setti inn myndir af íbúðinni okkar, hún er enn dálítið hrá en fær ekki að vera það lengi, mig langar allavega að setja allskyns glingur og fallegt skraut á veggina og svona. En hún er stór og góð, herbergin í það minnsta og það er það sem skiptir máli, plús það að hverfið er gott og miðsvæðis. Við drógum í gær um herbergjaskipan og skiptum svo um herbergi á 5 vikna fresti, einnig ef fólk fær heimsóknir, þá fær það herbergim með rúmi. Ég byrja á því að sofa í svefnsófanum í borðstofunni, sem fínt, þetta eru allt fín herbergi en fínt að skiptast á líka.
Fyrir þá sem ekki vita erum "við" hérna úti semsé ég, og Heiðrún og Davíð sem eru í grafískri hönnun í Listaháskólanum og skiptinemar við sama skóla og ég hér úti. Skólinn á að byrja á mánudaginn 5. mars og ætlum við á það minnsta að fara uppeftir þá og reyna að mæta :)
Annars fengum við að finna fyrir mótmælunum frekar áþreifanlega í gær þegar við fórum í sakleysi okkar niður í bæ, við fórum úr metróinum niðri í miðbæ við hliðina á þinghúsinu. Það vill ekki betur til en svo að mótmælaganga er í þann mund að storma fram hjá téðu þinghúsi og eitthvað hefur óeirðarlögreglan verið stressuð yfir þessum mótmælum því hún hendir reyksprengju inní miðja þvöguna. Við komum upp í rólegheitunum, dáumst að veðrinu, sól og hiti, þegar við finnum skringilega lykt, svo fer okkur að svíða í augum og öndunarfæri og svo sjáum við hvar fólk allt í kringum okkur hleypur í offorsi með hendur og klúta fyrir vitum sér. Við gerum slíkt hið sama og forðum okkurútúr reyknum en manni sveið lengi á eftir.
Setti inn myndir af íbúðinni, ekki kannski myndir sem ég myndi reyna að selja íbúðina með, en getur gefið ykkur einhverja hugmynd um híbýli okkar.
brynja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 13:40
:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 14:19
ÍBÚÐ!
Jæja, við fórum að leita að íbúð í dag, hringdum fyrst í það hverfi sem Tony mælti mest með og skoðuðum eina íbúð og tókum hana. Hún er 3ja herbergja, 2 rúm og einn sófi, eldhús, bað og smá gangur, það er rosa hátt til lofts og stórar svalir, hún er alveg við metróstöð sem er gott og næsta metróstopp er Akrópolis, svo það er greinilega nálægt og þarnæsta stopp er miðbærinn.
Við þurfum bara að þrífa dálítið og snurfusa en hún lýtur bara vel út, þvottavél og sjónvarp og fínt hverfi. Cristos heitir hann sem leigir okkur, indæll gamall kall, sem býr á sveitabæ 300 km frá, hann kom með appelsínur handa okkur frá býlinu sínu og ætlar að bjóða okkur til sín í maí. Svo kyssti hann okkur bak og fyrir er við kvöddumst og sagði gleymið öllum viðskipta formlegheitum, við erum núna fjölskylda, ég lít á ykkur sem börnin mín :) svo sagði hann okkur að hringja að nóttu eða degi, sama hvert vandamálið væri, hann væri sterkur og þekkti lög og reglur í Grikklandi. Svo fór hann frekar ófögrum orðum um nágrannana sem ekki verða höfð eftir hér og við ættum ekki að tala við þau en segjast vera ættingjar konunnar hans sem er þýsk ef þau skyldu spyrja, því annars þyrftum við að borga hærra verð, veit ekki alveg með þetta nágrannadót en þetta er á mjög sanngjörnu verði og á góðum stað, rúmgott og fínt :)
farin að pakka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)