24.7.2007 | 16:53
Istanbul
Búlgaría var fín, pínu óhrein og svona en margar fallegar kirkjur að skoða og góður matur, sem er fyrir öllu.
Istanbúl er hinsvegar alveg frábær, erum á hosteli rétt við bláu moskuna sem er ein af mjög mörgum moskum hér í borg. Moskan blasir við útum gluggan er við borðum morgunmat og 5 sinnum á dag kalla þeir til bæna með fallegum kall/söng og það hljómar innum gluggana okkar og strætin er við röltum um. Erum búnar að borða margt gott, fullt af kebabi og reyktum svo vatnspípu í gær, mjög gaman. Fengum með súkkulaði og banana bragði og fyrir þá sem ekki vita er engin víma sem hlýst af slíkum reykingum, einungis gott bragð :)
Við erum búnar að skoða inní Bláu Moskuna og Hagia Sofia sem er sérstök fyrir þær sakir að hún er kristin og íslömsk, en hún er eki í notkun núna, bara til skoðunar.
Svo fórum við á Grand Bazar í gær sem er markaður með fölsuðum merkjum og tyrknesku glingri, það tók dálítið á taugarnar enda allir ólmir í að selja mann eitthvað og nota til þess ýmis trick, við vorum kallaðar englar, spurðar hvort við værum frá Japan(?) og svo kallaði einhver á okkur Spice Girls en það skildum við ómögulega.
Annars vorum við að koma úr tyrknesku baði þar sem við fengum nudd og andlitshreinsun, held það verði ekki betra en þetta og svo heimkoma eftir viku, sjáumst þá!
Athugasemdir
Hef það á tilfinningunni að bláa moskan sé tilkomumeiri en sú rauða.. nei segi svona.. Hlakka til að hitta þig á skerinu!
Kári (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 19:16
Þú verður meira að segja búin að vera heima í nokkra daga þegar ég kem til meginlandsins aftur! Kem frá Eyjum á þriðjudagskvöld eftir verslunarmannahelgi. Hlakka til að hitta þig =)
Góða skemmtun síðustu dagana :)
xxx, Sveinlaug
Sveinlaug (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:14
Hæhæ!
Sá þú varst búin að millifæra, æði æði! Það er kominn fiðringur í mann, svo er spurning með 'bekkjapartýið'!! Vá hvað þetta er mikil menntaskólastemmning!
Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.