10.7.2007 | 13:45
3 vikur í heimferð
Mikið var nú gott og gaman í Feneyjum. Alger forréttindi að fá að sjá svona fína list, borða svo góðan mat og það besta hvað það var allt í frábærum félagsskap.
Ég setti inn myndir, gaman að sjá hver myndlistin getur verið fjölbreytt og margvísleg, náttúrulega bara brota brot af mínum myndum og brota brota brot af öllu, ég myndaði ekki allt.
Við Eva vöknuðum alla dagana frekar snemma og drifum okkur af stað, við bjuggum aðeins fyrir utan Feneyjar, uppi á meginlandinu svo að segja, það var rúta frá tjaldsvæðinu í 20 mínútur niðrí miðbæ.
Það eru í tvö aðalsvæði á Tvíæringnum og við eyddum 2 dögum heilum í hvort þeirra fyrir sig og svo einum dag í nokkra skála sem eru fyrir utan svæðið sjálft, íslenska og n-írska og svo fórum við að sjá mjög áhugarvert vídjóverk eftir Bill Viola sem er einn af mínum uppáhalds. Það lokaði yfirleitt um 18 og þá vorum við alveg orðnar fullar svo að segja, maður getur bara meðtekið svo mikið á hverjum degi, við tókum okkur líka góðar nestispásur yfir daginn. Þá fórum við yfirleitt að fá okkur að borða, heima á tjaldsvæði eða gripum með okkur pizzusneið og ræddum svo daginn yfir rauðvínsglasi.
Eftir frábæra viku fór ég aftur til Grikklands, var meira að segja farin að sakna þess svolítið, gisti eina nótt í Patra og svo er ég komin aftur "heim" til Rosinu og Takis bróður hennar.
Við Ylfa leggjum svo í'ann á ný um 14.júlí á Balkan Express, staðsetningar ekki enn komnar á hreint, einhver sérstök lönd sem þið mælið með?
Athugasemdir
Þið hljótið að ætla að skella ykkur til Bled í Slóveníu. Það er algjör massi. Það fer held ég lest frá Feneyjum þangað. Man ekki alveg hvort við skiptum en það er vel þess virði.
Árni Torfason, 10.7.2007 kl. 15:07
ok, takk fyrir tha abendingu, ja thad hafa margir verid ad maela med sloveniu
Brynja Björnsdóttir, 11.7.2007 kl. 11:41
Skemmtilegar myndir frá Feneyjum. Sýnist þetta vera list að mínu skapi! Hefði svo gjarnan viljað vera með.
Hlakka til að hitta þig! Styttist óðfluga...
xxx, Sveinlaug
Sveinlaug (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:52
Ja nu kem jeg eftir 2 vikur! Thad verdur mikid eldad og spjallad er jeg kem heim ;) Hlakka til!
Brynja Björnsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.