Ég bið að heilsa

Í gærkvöldi fór ég að sjá dönsku myndina "En Soap", mér fannst mjög gaman að henni og gott að heyra dönskuna aftur. Í miðri sýningu hélt ég að komið væri að endalokum heimsins þegar himnarnir(loftið) á bíóinu opnaðist hreinlega, eins og blæja á blæjubíl, það var mjög notalegt á þessu heita sumarkvöldi að sitja undir berum himni og stjörnuskini og hlusta á danska tungu.
Annars eru bara 3 vikur eftir af skólanum og ég á að vera að klára ritgerð um gríska list (einmitt, kennarinn er svo skrítin, ég átti að fara á 5 söfn og skrifa um gríska list, bara yfir höfuð, ekkert sérstakt tímabil, ekkert útfrá neinu sérstöku!!) þetta er of vítt samhengi...
Annars eru pabbi, Hrefna og Arnaldur væntanleg innan skamms hingað til Grikklands og ég ætla að hitta þau á einhverjum af grísku eyjunum og það verður gaman :)
því ætla ég að halda áfram að læra svo ég verði búin að öllu er þau koma.
Bestu kveðjur heim til allra

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hæ Brynja!

En soap er mjög gód mynd - og mögnud myndataka! Hefdi thó frekar vilja sjá hana undir grískum stjörnuhimni.. Thetta er sem köld gusa í andlit susanne bier og alla hina sem eru ad drepa danska kvikmyndagerd úr leidindum - sósialrealismi og fjöldskylduppgjör er svo fokking hvimleitt! afsakid ordbragdid..

góda leksíulafningu! 

Kári (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 17:54

2 identicon

Hey beauty ! ég var að skoða myndirnar þínar og er pínu abbó. Gott að heyra hvað allt gengur vel og að þú sért að skemmta þér. Hugsa um þig nánast daglega. Verð að fá að hitta þig þegar þú kemur heim, er reyndar byrjaður að vinna á Hvítahúsinu... þannig að við ættum alveg að hittast. Anywho, langaði bara að segja HEY! *koss*

dave

David Terrazas (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

Já Kári, þetta eru góðar pælingar, og enn betri undir stjörnuhimni :)

En frábært að heyra Davíð! Þú ert kominá besta vinnustaðinn, hlakka til að sjá þig þar!

Já ég hugsa líka mjög oft til ykkar, hvað ef...  

en þetta var góður tími sem við áttum saman öll :) 

Bestu kveðjur á Hvíta húsið 

Brynja Björnsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband