Daglegt líf

Það er ekki seinna vænna að lífið fari að komast í fastar skorður hér úti, dvölin nánast hálfnuð. Það koma dagar þar sem allt virðist ganga upp í skólanum en það er einungis tálsýn, því það kemur alltaf eitthvað vesen uppá, en maður er orðin svo vanur því að ég myndi vera mjög hissa ef eitthvað gengi upp strax hér úti. Maður mun allavega læra að temja sér þolinmæði, þó ekki annað á þessum tíma. En ég er búin að skrá mig í eftirfarandi námskeið; Animation I og III, Computer graphics(illustrator), Advertising photography, Reportage II(fréttaljósmyndun?), Colour photography og Video III. Þar sem ég er skráð í interior design deildina hér úti af einhverjum ástæðum mér ókunnugar, þá þarf ég að skrifa laaanga ritgerð og taka fuuuulllt af myndum um mynstur, húsgögn og bróderingar í gegnum tíðina á Grikklandi. En mér lýst mjög vel á það sem ég er búin að skrá mig í, sérstaklega video kúrsinn, svo mun ég í raun klára animation III á morgunn því þá mun ég taka upp leirkallamynd sem ég er búin að vera að vinna að í verkfallinu í samvinnu við prófessorinn minn hér úti. Vonandi. Hér er engu hægt að treysta, maður verður bara að taka því rólega, bíta á jaxlinn og vona það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Það er engin vandi fyrir þig að taka fullt af myndum af mynstri.  En ég myndi gjarnan þyggja póstkort!  Það er svo gaman að fá post you know.....I know!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 4.5.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

einmitt, mynstrið er minnsta málið, að skrifa um það í 25 blaðsíðum er annar handleggur! en ég skal senda þér póstkort ljúfan, ég er alveg agalega léleg í því, hef bara sent 2 síðan ég kom út...

Brynja Björnsdóttir, 4.5.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband