Fór í matarboð og flutti inn

Jæja, í gærkvöldi fór ég í matarboð til Ylfu og Tinu sem er þýsk stelpa úr skólanum mínum en þær leigja við þriðja mann huggulega íbúð í fínu hverfi. Þegar leið á matarboðið sögðu þær mér frá því að þær hefðu verið að ræða sín á milli hvort ekki væri sniðugt að leigja út þurkherbergið þar sem þær núna geyma þvottinn sinn, ég skoðaði það og sló til eftir ráðfæringarsamtal við Pál :) það er fínt sko, ekki svo lítið, með skáp og glugga, þær eiga uppblásanalegar dýnur en ég er að spá í að fara í IKEA á föstudag og athuga með ódýra dýnu, sérstaklega út af gestum sem maður kynni að fá í heimsókn, einnig einhverskona hirslur eða borð jafnvel.
En ég fæ þetta mjög ódýrt, ódarar en hitt sem ég var að spá í, OG þær hafa ískáp, eldavél, þvottavél, risa svalir og aðgang að þakinu þar sem hægt verður að sóla sig OG þær eru að fá þráðlaust net í íbúðina þannig ég get farið að vera meira á skype ogsvona OG hverfið er æðislegt, mjög miðsvæðis. Svo er Tina í mínum skóla í ljósmyndadeildinni sem er mjög gott OG svo það sem mestu máli skiptir er að þær eru mjög skemmtilegar stelpur, þannig að þetta gæti ekki verið betra :) Þriðja stelpan er frönsk og getur víst verið örlítið erfið en hún samþykkti þetta þannig allt gekk upp.
Eftir matinn fórum við Ylfa á Erasmus partý rétt hjá þar sem við búum og svo á bar og loks fengum við okkur crepes á leiðinni heim, ég fékk að gista hjá þeim, prufa nýju íbúðina :)
Fór heim til animation prófessorsins minn í gær, og sýndi henni storyboardið mitt og ég á að gera svona grófa útgáfu af myndinni til að sjá tímasetningar og allt og svo tek ég myndina upp uppí skóla er skólinn byrjar. Hún er æðisleg, mjög góður leiðbeinandi, og hún lánaði mér heim fullt af bókum um animation. Á morgunn fer ég upp í skóla á fund varðandi einingarnar mínar, allt er í góður farveg í þeim málum. Svo fer Birta alvega að koma í heimsókn, eftir 2 vikur á morgunn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Til hamingju!!  Ég er mjög fegin að þú ert að fara búa með skemtilegu fólki og þar sem er ísskápur, sem er nú bara nauðsynlegt, ég tala nú ekki um eldavél og þvottavél.  Ég treysti að þær borði hollan og góðan mat því þannig líður manni best.  Ekki satt??  Njóttu vel og góða skemmtun!! By the way nú bíð ég eftir heimilisfangi svo ég geti sent þér póstkort.

Miss you babe!!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 07:46

2 identicon

En frábært! Til hamingju =)  Gott að vita að hlutirnir ganga vel!

xxx, Sveinlaug

Sveinlaug (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband