25.3.2007 | 13:05
Innrás, eyja og tímaflakk.
Í dag er Þjóðhátíðardagur Grikkja þar sem þeir fagna sjálfstæði frá Tyrkjum árið 1821 og í tilefni af honum hrökk ég upp klukkan 7:15 (að ég hélt) við það að það nötraði í húsinu, ærandi vélahljóð fyrir utan og veggirinir titruðu, ég hélt að sjálfsögðu að það væri komin jarðskjálfti, fór út á svalir og við mér blasti gríski herflotinn eins og hann leggur sig, svona nánast. Þar sem ég er fædd á meðan kalda stríðinu var að ljúka var ég nú viss um að ráðist hefði verið inn í landið meðan ég svaf vært.
Svo mundi ég að það væri þjóðhátíðardagur í dag og þetta gæti tengst því, en þetta var ekki þægilegur hávaði, svo sofnaði ég aðeins aftur, til þess eins að hrökkva upp skömmu seinna er þotur og þyrlur tóku að sveima yfir húsnunum!
Ég vissi að skemmtunin ætti að hefjast um 11 ellefu á syntagma torgi sem er hér rétt hjá og ég var búin að fara í sturtu og gera allt þegar ég arkarði af stað útí sólina um ellefu leytið. Á leið minni á torgið voru ansi margir á leiðinni framhjá mér í öfuga átt, ég skildi ekki hvort þetta hefði bara verið 10 mínútna skrúðganga en þegar ég kom á torgið var greinilega öll dagskrá búinn. Þá fó ég á netkaffihús og þar voru allar klukkur vitlausar, þá mundi ég eftir því að klukkan í tölvunni minni hafði líka verið klukkutíma of fljót í morgunn og þá loksins fór að renna upp fyrir mér ljós, við erum greinilega komin á sumartíma hér og er ég því orðinn 3 tímum á eftir Íslandi.
En skrúðgangan sem fór framhjá húsinu mínu í morgunn var víst aðaldagskráin, þeir sýna flotann allan í skrúðgöngu, etv til þess að Tyrkir haldi sig sín megin er þeir sjái við hvað er að etja.
En í gær fór ég með Ylfu sem er skiptinemi hér úti frá HR og kærasta hennar og 2 eistnenskum stelpum og einni pólskri útá eyju rétt fyrir utan Aþenu sem heitir Aegina. Við vorum um 40 mínútur að sigla og þegar við komum yfir leigðum við okkur skellinöðrur og skoðuðum okkur um, það var ótrúlega gaman, ég keyrði eina með póslku stelpuna aftaná og við skoðuðum kirkju, lítið sjávarþorp sem heitir Aigia Marina og fórum í klaustur að skoða þar sem konur fengu síð pils til að vera í því við máttum ekki koma inn í buxum.
Mjög skemmileg ferð og geðveikt að vera á svona vespu.
Fundur upp í skóla á miðvikudag, flyt í nýja íbúð 1.apríl sem er mjög ódýr og fínt og stórt herbergi sem ég fæ en hún er kannski ekki fullbúin, vantar þvottavél og hmm... ískáp, en það eru skemmtilegir krakkar sem búa þar, listnemar frá þýskalandi og frakklandi ogsvona, fínn staður líka.
Athugasemdir
Gott að heyra að þú fannst nýja íbúð, vildi það væri svona auðvelt að finna íbúðir hér!!
Þú verður að kenna mér á vespu!!!!
Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 07:49
Djöfull ertu fáránlega góð á skellinöðrunni!
Árni Torfason, 26.3.2007 kl. 13:28
já, en hún er ekki alveg búin öllu sem á vera í íbúð, kannski verð ég bara tímabundið þar ef ég meika það ekki, en hún er flott og ég fæ stórt herbergi. Já (sniff) takk fyrir það, hún er meirað segja í stíl við jakkann minn (sniff)
Brynja Björnsdóttir, 26.3.2007 kl. 13:47
Gott að heyra með nýju íbúðina. Og vá hvað mig langar á vespu líka! Hef aldrei prófað...
xxx, SS
Sveinlaug (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.