19.3.2007 | 09:10
:(
var að kveðja Heiðrúnu, þetta er svo skrítið, svo fer Davíð á fimmtudag og ég verð ein í íbúðinni okkar :( ég á eftir að sakna þeirra ekkert smá mikið, það er búið að vera mjög auðvelt og gaman að búa með þeim.
Verð svo að finna nýja íbúð með einhverjum ókunnugum krökkum. Ég kynntist einni þýskri stelpu á skiptinmemafundinum á föstudag og við Heiðrún fórum með henni og vinkonu hennar og íslenskri stelpu sem er að leigja með henni niðrá strönd í gær. Sú stelpa er skiptinemi í viðskiptafræði og heitir Ylfa og haldiði að hún og Heiðrún hafi ekki bara verið saman í barnaskóla! Við erum nú ekkert óttalega mörg Íslendingar. Sú þýska gaf mér númer hjá stofnun sem hún fékk sína íbúð í gegnum sem reddar stúdentum íbúðum með öðrum stúdentum og svo hitti ég líka spænska stelpu á fundinum sem þarf kannski að rýma sitt herbergi brátt og það er rétt hjá þar sem við búum sem er ágætt, kemur betur í ljós í vikunni. Annars á skólinn kannski að byrja í næstu viku, skrifstofan á að opna í dag og kennsla á næstu viku. Ég vona það en trúi því er ég sé það.
Það er fáránlega ýkt hvað það má reykja allstaðar hér, nokkur dæmi sem ég hef séð:
-þjónustufulltrúi í banka að reykja!
-afgreiðslufólk í búðum, bókabúð til dæmis, afar smekklegt
-öllum veitingastöðum, McDonalds, allstaðar!
mjög furðulegt
setti inn nýjar myndir
Athugasemdir
Betra er nú ad hafa Seifshof í nágrenninu en Vesterfængsel!! Meira seif svona.. ha ha get it?
Vonandi ad allt gangi med íbúd!!
Kvedja, Kári.
Kári (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 17:00
Ekki gott með að allsstaðar megi reykja maður. Puff...
En ég segi þú farir að leigja með spænsku stelpunni, þá geturu lært spænsku.
Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 19.3.2007 kl. 20:40
Svo eru menn að sífellt að tala um frelsið hér á landi!
Mér sýnist á skrifum þínum að frjálshyggjan, tja og jafnvel bara anarkisminn sé allsríkjandi í Grikklandi. Stúdentar fara bara í verkfall og enginn gerir neitt, fólk nýtur rettunnar þar sem því sýnist og svo gengur fólk um í kjólum þótt það sé hávetur.
Ég sé það núna hverskonar forræðishyggjuöfl ráða hér ríkjum...
páll (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:52
"Vetur í Evrópu og thrumuvedur í Grikklandi", var hvíslad ad mér hér örla morguns. Eru thér heil á húfi?
Kári (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:00
já það var bara rigning smá, kannski hefur Seifshofið haft sitt að segja, já þetta eru eintómir anarkistar, sá á heimun vegg hér um daginn ma. plaköt á grísku undir yfirskriftinni "Ungdomshuset blir!"
Brynja Björnsdóttir, 25.3.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.