16.3.2007 | 14:01
Fer ekki fet! :)
Ég fór á fund með prófessurunum mínum á morgunn og animation kennarinn lét mig byrja á animation verkefni, á að gera storyboard fyrst og hafa svo samband við hana og ljósmyndakennarinn ætlar að emaila á mig verkefni um helgina. Ég get svo fengið það metið þegar skólinn opnar, hvenær sem það verður. Þau höfðu farið á fund skólastjórans fyrr um morguninn og hann sagðist halda að kennarar myndu mæta strax á mánudag og kennsla hæfist viku seinna, það er samt ekkert öruggt varðandi þennan skóla og ég trúi því er ég sé það.
Það eru stúdentakosningar í dag um hvort eigi að halda verkfallinu áfram eður ei og verða úrslit kunngerð um helgina. Ég hitti líka fleiri skiptinema í dag sem eru í sömu vandræðum og var verið að finna lausnir fyrir þau líka. Heiðrún og Davíð þurfa hinsvegar að fara heim, þau eru náttúrulega í annari deild en ég og hún er öðruvísi uppbyggð. Ég þarf því að finna mér íbúð sem fyrst, erum að farað hitta leigusalann okkar á eftir og vonumst að það gangi allt vel...meira er ekki ljóst á þessari stundu en framtíðin er þó björt þó óljós sé.
Athugasemdir
Jæja vonandi reddast þetta allt saman mín kæra!! Gott að þú ert búin að fá einhver verkefni. Vantar ekki eitthvað af hinum skiptinemunum herbergisfélaga? Vonandi hætta þau þessu verkfalli, þetta er farið út í öfgar.
Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.