svikuli sjakala skóli

Fórum í skólann á miðvikudag, erum búin að vera í nettu sjokki síðan. Þar fengum við að heyra að hann myndi kannski opna EFTIR PÁSKA, um 16. apríl...KANNSKI. Og allt er svo hægt, vorum þarna í 5 tíma til að frétta þetta og eitthvað rugl, hittum skiptinema sem hafði verið þarna frá október, hafði mætt einhverja daga í desember, það er allt og sumt! Verkfallið kemur og fer. Og enginn varar okkur við áður en við flytjum hingað út! Og TEI svar engum símtölum, emailum eða föxum frá LHÍ, og svo finna þau ekki pappírana hans Davíðs sem voru sendir með okkar Heiðrúnar í febrúar, svikuli skóli.

Eigum að hitta prófessorana okkar á morgunn, þeir hafa ekki mætt áður, festast alltaf í umferð. (?) Þeir eru kannski með einhverjar lausnir eða sérverkefni, en skólinn er lokaður og við höfum enga aðstöðu. Davíð og Heiðrún hafa fengið fyrirmæli frá sinni deild heima að koma heim þegar í stað og reyna að bjarga árinu einingalega séð, ég hef ekki enn heyrt, deildarstjórinn minn heima er væntalegur í bæinn á mánudag.

 

Ég vil ekki fara heim, mér finnst það svo glatað, allt þetta til einskis, vona að það séu góðar lausnir sem þeir eru með á morgunn, og þá get ég farið að finna mér íbúð ein, get samt verið þar sem við búum núna út mars, held ég, höfum ekki enn látið skólann vita hér úti að þau séu að fara og ekki talað við leigusalann okkar, erum bara dálítið leið en samt að reynað gera eitthvað skemmtilegt síðustu dagana þeirra hér allavega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Torfason

Djöfulsins svikula svikula er þetta! Ég myndi ekkert koma heim. Bara finna þér sjálf einhver sniðug verkefni og nýta þér það að vera einhvers staðar erlendis til að skapa eitthvað sniðugt. Getur tekið milljón og sjö ljósmyndir og gert eitthvað sniðugt á þínar eigin spýtur. Vonandi reddast þetta allt saman.

Árni Torfason, 15.3.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Þetta er náttúrulega bara fáránlegt.  Hverslags vinnubrögð eru þetta að senda ykkur þangað þegar engin skóli eða ekkert er!!  Ég á ekki til orð.  Mér finnst þetta svo hallærislegt að þetta skuli hafa gerst.  Saklausir námsmenn sendir til Aþenu með von í hjarta um nám á nýjum slóðum og svo bara ekkert.  Ég trúi því varla að það hafi engin vitað neitt áður en þið fóruð út.  Samskiptaörðuleikar??  Léleg vinnubrögð?

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband