SKÓLI

Fórum og skoðuðum skólann í gær, fáum frekari fyrirmæli á miðvikudaginn og mætum á fimmtudag vonandi. Mér skilst að ég geti valið kúrsa þá, og ég á að geta valið bæði kúrsa í ljósmyndadeildinni og í grafískri hönnun, en inní þeirri síðarnefdu er tam. animation og fleira vonandi.

Við sáum líkamræktarsalinn í skólanum sem við megum nota ef við komum með vottorð um að við séum ekki með hjartagalla eða eitthvað. Svo sáum við matsalinn sem við megum borða tvisvar á dag frítt, hádegismat og kvöldmat. Kvöldmat kynnu þið að spyrja ykkur? Já kvöldmat, skólinn er alla virka daga frá 9-18 og inn í það prógram förum við líka. Hún sagði okkur vinsamlegast að skoða okkur um og fara á söfn núna því það mun ekki vinnast neinn tími til þess er skólinn byrjar. Við vorum í frekar miklu sjokki en svo held ég að þetta verði bara gott að prófa, venja sig við slík vinnubrögð, vona bara að það verði skemmtilegir kúrsar í boði.

En það er tveggja vikna páskafrí og náttúrulega helgarfrí en þá er reyndar heimavinna :) svo er skólinn búinn 5. júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Langur skóladagur maður lifandi! En gott að fá mat með..  Gott að þetta er allt að koma!!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 00:07

2 identicon

En þá veltir maður fyrir sér, hverskonar matur er þetta?

Ætli þetta sé ekki bara fetaostur með fetaosti í hvert mál, nema þá kannski að dassi af ólífum sé hent í þetta á sunnudögum eftir messu?

Annars eru fréttir farnar að berast af þessum blessuðu mótmælum hingað til lands. Anarkistar eru búnir að vera með vesen þarna, ég vona að þú sért ekki ein þeirra sem voru handteknir fyrir bensínsprengjuárásirnar, ég veit nefnilega ekki hvernig framsalssamningar okkar eru við Grikki.

páll (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Kannski fetaostur með hummus, er ekki hummus eitthvað svona.....og svo pitachips.  Með fetaosti.

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 13.3.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

já ég held að Palli sé ábygilega nær því með matinn, þori allavega ekki að vonast eftir pita chips með hummus, en ég hef ekki enn verið handtekinn en það væri gott ef þú tékkaðir á þessum samningum að ganni...

Brynja Björnsdóttir, 13.3.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband