6.3.2007 | 11:14
:)
Við náðum í alþjóðafulltrúann hérna úti og hún boðaði okkur á fund á fimmtudag uppí skóla, og svo er ég búin að tala við skólann heima og nú er ég sannfærð um að þetta bjargist allt og ég er ekki á leið heim neitt fyrr.
Skoðuðum skólann í gær, allt var lokað náttúrulega en gaman að sjá hann smá og nú vitum við hvar hann er, setti inn nokkrar myndir frá síðustu dögum. Sáum skjaldböku hjá skólanum og heyrðum í uglum...
Annars ætlum við að labba niður að strönd núna, kannski ekki í sólbað enda vetur, þó veðrið sé svona álíka og á sumardegi heima. Fórum í bíómyndaklúbbinn í gærkvöldi og fengum fullt af æðislegum grískum mat og hittum enskukennara úr skólanum okkar. Hún sagði að kannski myndi hann opna í fyrsta lagi 20.mars en það kemur allt í ljós.
Við erum alltaf að smakka nýjann mat, yfirleitt mjög góður matur hér, þannig að enn sem komið er er fáránlega skemmtilegt að versla í matinn, svo margt nýtt og spennandi.
Athugasemdir
Hæ hæ Brynja.
London var frábær að vanda og mér heyrist Aþena vera það líka. Það verður spennandi að heyra hvað kemur út úr fundinum á morgun.
saknaðarkveðjur frá mömmu
Bryndís Áslaug Óttarsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.