2.3.2007 | 13:55
ALLIGOTT
Héðan er allt glimrandi gott, setti inn myndir af íbúðinni okkar, hún er enn dálítið hrá en fær ekki að vera það lengi, mig langar allavega að setja allskyns glingur og fallegt skraut á veggina og svona. En hún er stór og góð, herbergin í það minnsta og það er það sem skiptir máli, plús það að hverfið er gott og miðsvæðis. Við drógum í gær um herbergjaskipan og skiptum svo um herbergi á 5 vikna fresti, einnig ef fólk fær heimsóknir, þá fær það herbergim með rúmi. Ég byrja á því að sofa í svefnsófanum í borðstofunni, sem fínt, þetta eru allt fín herbergi en fínt að skiptast á líka.
Fyrir þá sem ekki vita erum "við" hérna úti semsé ég, og Heiðrún og Davíð sem eru í grafískri hönnun í Listaháskólanum og skiptinemar við sama skóla og ég hér úti. Skólinn á að byrja á mánudaginn 5. mars og ætlum við á það minnsta að fara uppeftir þá og reyna að mæta :)
Annars fengum við að finna fyrir mótmælunum frekar áþreifanlega í gær þegar við fórum í sakleysi okkar niður í bæ, við fórum úr metróinum niðri í miðbæ við hliðina á þinghúsinu. Það vill ekki betur til en svo að mótmælaganga er í þann mund að storma fram hjá téðu þinghúsi og eitthvað hefur óeirðarlögreglan verið stressuð yfir þessum mótmælum því hún hendir reyksprengju inní miðja þvöguna. Við komum upp í rólegheitunum, dáumst að veðrinu, sól og hiti, þegar við finnum skringilega lykt, svo fer okkur að svíða í augum og öndunarfæri og svo sjáum við hvar fólk allt í kringum okkur hleypur í offorsi með hendur og klúta fyrir vitum sér. Við gerum slíkt hið sama og forðum okkurútúr reyknum en manni sveið lengi á eftir.
Setti inn myndir af íbúðinni, ekki kannski myndir sem ég myndi reyna að selja íbúðina með, en getur gefið ykkur einhverja hugmynd um híbýli okkar.
brynja
Athugasemdir
Lítur bara vel út þessi íbúð ykkar!
Gott að forðast allar óeirðir.. Þetta er bara vesen! Reyndar er Loftur að reyna að lokka mig í óeirðirnar í Nörrebro í kvöld, svona óeirðarfyllerí! Spurning..
Kári Knútsson, 2.3.2007 kl. 17:09
Vá íbúðin lítur mjög vel út!! Flottar stórar svalir. Til hamingju!!
Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 2.3.2007 kl. 17:38
Hæhæ, ég verð bara að setja inn comment hérna þar sem það er ekki hægt á þinni síðu Davíð! Þú ættir að blogga einhvers staðar þar sem hægt er að skrifa comment! En gaman að sjá þessar myndir og ég hlakka til þess að hitta ykkur eftir nokkrar vikur! :)
Heiðar Reyr Ágústsson, 2.3.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.