ÍBÚÐ!

Jæja, við fórum að leita að íbúð í dag, hringdum fyrst í það hverfi sem Tony mælti mest með og skoðuðum eina íbúð og tókum hana. Hún er 3ja herbergja, 2 rúm og einn sófi, eldhús, bað og smá gangur, það er rosa hátt til lofts og stórar svalir, hún er alveg við metróstöð sem er gott og næsta metróstopp er Akrópolis, svo það er greinilega nálægt og þarnæsta stopp er miðbærinn.

Við þurfum bara að þrífa dálítið og snurfusa en hún lýtur bara vel út, þvottavél og sjónvarp og fínt hverfi. Cristos heitir hann sem leigir okkur, indæll gamall kall, sem býr á sveitabæ 300 km frá, hann kom með appelsínur handa okkur frá býlinu sínu og ætlar að bjóða okkur til sín í maí. Svo kyssti hann okkur bak og fyrir er við kvöddumst og sagði gleymið öllum viðskipta formlegheitum, við erum núna fjölskylda, ég lít á ykkur sem börnin mín :) svo sagði hann okkur að hringja að nóttu eða degi, sama hvert vandamálið væri, hann væri sterkur og þekkti lög og reglur í Grikklandi. Svo fór hann frekar ófögrum orðum um nágrannana sem ekki verða höfð eftir hér og við ættum ekki að tala við þau en segjast vera ættingjar konunnar hans sem er þýsk ef þau skyldu spyrja, því annars þyrftum við að borga hærra verð, veit ekki alveg með þetta nágrannadót en þetta er á mjög sanngjörnu verði og á góðum stað, rúmgott og fínt :)

 

farin að pakka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vúhú! Til hamingju með íbúðina!

Annars var ég bara að lesa bloggið í fyrsta skipti núna og hafði ekki hugmynd um allt sem á undan er gengið! En þetta reddast ;)

Hafðu það gott og njóttu lífsins.

xxx, Sveinlaug

Sveinlaug (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:11

2 identicon

Til hamingju með íbúðina - og gríska pabbann !

Vonandi rætist líka úr skólamálunum. Við förum til London á morgun og verðum þar fram á mánudag.

Saknaðarkveðjur frá mömmu

Bryndís Áslaug Óttarsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Ingunn Anna Ragnarsdóttir

Halló kalló bimbó!!

Mér líst vel á þessa íbúð og þennan kall!! 

Ingannapanna!!!

Ingunn Anna Ragnarsdóttir, 1.3.2007 kl. 00:14

4 identicon

Hæbbs! Til allrar hamingju með íbúðina! Hlýtur að vera mikill léttir..

Kv. Kárr

ps hverjir eru "við"? 

Kári (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 22:19

5 identicon

Brynja mín!

Til lukku með íbúðina og alveg er þetta dæmigert með íbúðareigandann:):) Í hvaða hverfi eruð þið staðsett núna?

Endilega að mæta í skólann á morgun, þetta er allt að koma. Um að gera að kynnast öllu þessu nýja í skólanum, nem. og starfsfólki.

Hugsa til þín, margir kossar, Ibba

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

Takk fyrir :)

Hverfið heitir Mykrigianni eitthvað svoleiðis, erum alveg við Sygrou Fix metróstöðina, næsta stoppistöð við okkar er Akropolis, erum bara 10´mín að labba niður í bæ, mjög fínn staður.

Brynja Björnsdóttir, 6.3.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband