27.2.2007 | 14:50
Kvikmyndaklúbbur
Í gær fór ég með Tony uppá loft heim til Nikita bróður Tonys þar sem vikulega er haldinn kvikmyndaklúbbur. Þá hittast ýmsir vinir þeirra og kunningjar, allt uppí 40 manns og skipst er á að elda og sá sem eldar kemur líka með bíómynd, allavega var það þannig í gær. Það var franskt þema, franskur matur, fyllt grænmeti, svínakjöt, kartöflugratín og e-ð kál. Og svo var sýnd myndin Vatel um Lúðvík XIV og hans fylgdarlið sem gista í kastala hjá einhverjum prins allt prjálið í kringum það, ekkert spes mynd þannig.
EN þessi klúbbur var mjög sniðugur, sumir sátu niðri og drukku rauðvín og bjór ungir sem aldnir og spjölluðu um heima og geima, minnti mig á vikluegan kvikmyndaklúbb sem við starfrækjum heima hjá pabba og Hrefnu, nema þar er ekki reykt eins mikið :)
Ég ræddi við nokkra á ensku og það er svo fyndið varðandi verkfallið, ein stelpa sagði við mig "þetta hættir á næstu dögum, engar áhyggjur" en svo sagði kærastinn hennar "biddu fyrir þér, þetta verður langt fram á vor"
ég kýs að trúa stelpunni
annars koma hinir krakkarnir í kvöld og á morgunn ætlum við að finna íbúð, fór og keypti athens news í dag og þar eru fullt af íbúðaauglýsingum, og fleiru skemmtilegu.
Athugasemdir
Íbúð!
Íbúð!
Íbúð!
Inganna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:59
hæ...vá hvað ég kannast við þetta að rata ekkert fyrstu dagana eða reyndar mánuðina...það gleymdist einmitt alveg að setja áttavita í mig þegar ég var hönnuð og ég er enn ekki alltaf klár á því hvar ég er...en þetta er allt að koma!
alltaf gaman að lesa, vertu dugleg að skrifa!
kv. Hanna Birna
Hanna Birna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:38
já þvílík svik að hanna þetta ekki í mann! :) hvernig er skólinn? fékkstu stúdentaíbúð eða þurftiru sjálf að redda þér?
Brynja Björnsdóttir, 27.2.2007 kl. 18:05
já sömuleiðis held ég, eða hvað?
Brynja Björnsdóttir, 27.2.2007 kl. 20:11
Hæ aftur!
Gott að þú komst í fjörið í kvikmyndaklúbbnum, vona að þú hafir haldið þig við opna glugga, það er með ólíkindum hvað þeir reykja þessar elskur, þeir framleiða tóbak og heilsubylgjan ekki ennþá komin þangað! Þú hefur væntanlega tekið eftir því hvað þeir eru ósköp mjúkir um miðjuna og finnst ekkert athugavert við það, þú ættir að heyra hvað Anna Birta lætur fjúka í símann þegar hún talar við pabba sinn; viltu fá að sjá barnabörnin þín... og allt í þeim dúr.
Annars ætlar sú góða kona að koma um páskana, þá gerið þið e-ð ferlega skemmtilegt eins og mömmur ykkar gerðu í den! Hún dauðöfundar þig að vera í Aþenu, annars er hún að debutera sem Lísa í Undralandi n.k. föstudag og hefur ekki tíma til þess að sakna suðursins í bili. Ertu búin að hitta Mirsini dóttur Nikitasar, hún er ferlega hress og er aðeins eldri en þú og getur gefið þér upplýsingar um heitustu staðina, svona til þess að þú getir viðrað þig með löndunum. Njóttu þín í botn, kannski varstu bara heppin að verkfallið skall á og að þú gast náð að kynnast landi og þjóð svona í byrjun. Áfram íslenski námsmaður í Aþenu, já og þið öll, kossar, Ibs
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.