...

Um helgina fór ég á gríska þjóðminjasafnið og það var margt fallegra muna, svo fór ég á Plaka sem er svona svæði með búðum og kaffihúsum og galleríum. Það var dálítið kalt en fínt, svo er ég svo rög enn í ratinu að ég held mig alltaf á vissum radíus til að ég rati örugglega tilbaka, hann stækkar þó með hverjum degi sem er gott

Ég var að lesa í blaði sem heitir Capital A og er svona tímarit á ensku um það helsta sem er að gerast í Aþenu þennan mánuðinn, það var mjög fyndinn kafli um húmor Grikkja. Það stóð bara mjög skýrt; ef þú ert frá Bretlandi og vanur að grínast, eða nei, eða bara ef þú ert útlendingur í Grikklandi EKKI SEGJA BRANDARA, það skiptir ekki máli hve vel þeir skilja ensku eða hve vel þeir eru menntaðir, ekki reyna að grínast og alls ekki nota kaldhæðni. Svo er reynt að útskýra húmor Grikkja með því að benda á svart hvítar grískar myndir frá fimmta og sjötta áratugnum sem eru sýndar hér á hverju kvöldi.

 Það var viðtal í fréttunum áðan við Erasmus skiptinema frá Ítalíu, Póllandi ofl, sem hafa verið hérna síðan í september og sögðu farir sínar ekki sléttar. Það er opinberlega búið að blása af prófin og þarmeð haustönnina eins og hún leggur sig og þau voru afar ósátt með lítið flæði upplýsinga og aðgerðarleysi varðandi þeirra mál af hálfu Erasmus skrifstofunnar hér úti.

Það er eithvað hinsvegar sem ég get ímyndað mér að sé erfitt að hafa húmor fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Torfason

Það er nokkuð ljóst að þú ert svo vön að hafa Palla á kortinu. Það var ansi gott að hafa hann á interrailinu. Ég mæli samt með því að þú segir eins marga og eins kaldhæðna brandara og þú getur. Það skiptir engu máli hvort grikkirni hlægja heldur á meðan þú skemmtir þér þá ertu í góðum málum.

Árni Torfason, 26.2.2007 kl. 08:29

2 identicon

Sæl elsku dúlla!

Til hamingju með að vera svona örugg með þig og til í allt. Auðvitað reynir þetta á taugarnar en þú ert í suðrinu mundu það og þá er oft yppt öxlum og sagt; avrio, þ.e. á morgun! Þetta með húmorinn, ég var svooo kát þegar að hann Tony kveikti á bresk/íslenska/heimatílbúna húmornum hjá mér:) That was grand!

Sendi marga kossa til ykkar og hafðu í huga að það er mjög auðvelt að verða Grikklandsgeggjari, hlustaðu á tónlistina, andaðu djúpt þegar þú gengur framhjá görðunum(bráðum) og biddu Nikitas að kenna þér að elda grískar kjötbollur, hann er dúndur kokkur.

Margir kossar, polla filia, til ykkar allra, þín Ibba

Ibba (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

Það var rugl með Palla á interrailinu, hann skoðaði bara kort af borginni í millisekúndu og rataði svo um allt, væri gott að hafa hann hér með mér af fleiri en einni ástæðu.

Mér fannst dálítið fyndið að skrifa sérstaka grein um húmorinn, það hefur ekkert reynt á brandarahæfni mína enn því ég þekki bara Tomy og mér finnst hann mjög fyndinn.

Mig grunar það einmitt að þeir séu dálítið rólegir á því, þá er gott að minna sig á íslenska frasann "þetta reddast" það vona ég svo sannarlega því hér er gott að vera.

Brynja Björnsdóttir, 26.2.2007 kl. 15:20

4 identicon

Hæ pæ - bara að láta vita að ég fylgist með þér í fjarska. Þú ert eins og stúlka úr gamalli íslenskri sögu - þær voru einmitt alltaf að vonast heitt að komast í skóla og létu það ekki aftra sér að ganga í endalausum blindbyl og fimbulkulda 70 kílómetra leið á sauðskinnsskóm yfir fjöll og firnindi. Vona að rætist úr þessu áður en fer að vora.

kveðjur til þín kelli mín

Guðrún (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:06

5 identicon

Hey.....þetta reddast!!  It allways does.  You allways does......

Inga (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:00

6 identicon

úff úff - hvernig heldurðu að þetta verði hjá okkur. Búin að frétta e-ð meira með opnun skólans

Kveðja
Heiðrún

Heiðrún Tinna (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband