22.2.2007 | 16:44
no news
is good news?
maður vonar það allavega, hef ekkert heyrt frá alþjóðafultrúanum heima og reyndi að hringja í skrifstofu international og public relations í skólanum í dag en þar svara enginn enda er líklega enginn þar nema reiðir stúdentar
talandi um reiða stúdenta, ég fór niður í bæ í dag að skoða mótmælin, fyrst reyndar villtist ég og fór á vitlausa stoppistöð og enginn skildi ensku og ég missti móðinn og fór heim, í því kemur Tony heim og segir mér réttu leiðina, aftur. Ég fékk mér mousakka (sem er mjög góður grískur réttur, einsog lasagne nema með kartöflum í botninum og eiginlega allt öðruvísi, en mjög góður) og lagði svo af stað aftur, staðráðin í að gefast ekki upp þrátt fyrir gölluð ratgen.
Þegar ég kom niður í bæ heyrði ég hljóð úr fjarska, ég labbaði í átt að mótmælunum og þar voru þúsundir mótmælanda að syngja ,,give peace a change" ég fékk alveg gæsahúð og hroll og hringdi í Palla og leyfði honum að heyra, ég tók líka vídjó sem ég set á síðuna vona bráðar, sem og myndir.
Svo þrammaði fylkingin áfram með allskyns skilti og fána, ansi marga rauða reyndar, og kallaðist eitthvað á, níðvísur um menntmálaráðherra gat ég mér til um. Svo voru óeirðarlögreglur með hjálma og plastskildi og stundum stöðvaðist hluti fylkingarinnar hjá þeim og hrópaði einhverjar hnittnar rímvísur í átt að þeim, og svo voru fullt af fréttamönnum og fólki með myndavélar (undirrituð ma.) sem horfði á og vonaðist til að fjör færðist í leikinn. NEi ég var annars feginn að engar sprengjur sprungu nálægt mér, þá hefði ég þurft að koma heim von bráðar í ,,shit happens" bol.
Annars er enn einhver skítur í mér, þrátt fyrir að ég sofi í flíspeysunni frá mömmu og Kristjáni og er með flísteppið frá pabba og Hrefnu undir sænginni. Það læddist reyndar að mér grunur eftir bæjarferð mína í dag að kannski það sé eitthvað annað að valda kvefinu en smá kuldi í húsunum, eitthvað sem er Íslendingum sem betur fer ekki eins kunnugt og kuldi, ég held ég láti Tom Lehrer um lokorðin varðandi þetta;
Just go out for a breath of air
And you'll be ready for Medicare
The city streets are really quite a thrill
If the hoods don't get you, the monoxide will
Pollution, pollution
Wear a gas mask and a veil
Then you can breathe
Long as you don't inhale
Athugasemdir
Skil ekkert í því havaðan þessi gölluðu ratgen koma - hljóta að vera úr föðurættinni
Bryndís Áslaug Óttarsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:50
Vala Hrönn í Saga film var að leita að þér fyrir hlutverk í auglýsingu en ég sagði henni af þínum ferðum. Það er sagt að mengun í Reykjavík sé engu minni en í stórborgum heimsins. Aþena skal samt vera verri. Mér er allanvega mjög minnistæð mengunin sem þar var fyrir 30 árum sem var í fyrsta skipti sem maður varð (bókstaflega) áþreifanlega var við þann ófögnuð. Hættu svo að æsa lýðinn upp svo þetta verkfall klárist einhverntímann!
Björn Brynjúlfur Björnsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:57
And the beat goes on....
Inganna (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 19:30
Ég er samt öll að koma til í ratinu, fór ein í bæinn í dag og á þjóðminjasafnið, og aftur heim!
Ég reyni að fylgjast með fréttum og fréttaskýringaþáttum um þetta en átta mig svo fljótt á því að ég skil ekki tungumálið.
Skólastjórinn í skólanum mínum hér úti er samt víst búin að mæta á kaffihúsið sem er starfrækt á skólalóðinni frá því þetta hófst og reynir að kalla yfir til krakkana einhverjar málamiðlanir :)
Brynja Björnsdóttir, 23.2.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.