óvissan

er allra verst.

Tony talaði við vin sinn sem er kennari í TEI, skólanum mínum, í morgunn og hann sagði að þau ætluðu að reyna að opna skólann í næstu viku. Þetta er svo glatað ef þetta gengur ekki, ég vil ekki fara heim aftur og of seint er að byrja önnina í öðrum skólum, ætli LÍN láni manni ef það er verkfall í gangi? Maður spyr sig.

Dagurinn er búinn að vera rólegur og indæll, svaf til 14 (ég er enn á íslenska tímanum, þá er klukkan bara 12) en ég var eitthvað óvenju þreytt, svo fórum við Tony í súpermarkaðinn og þar var margt girnilegt og fersk, íslenskur saltfiskur og hvaðeina. Við náðum svo í smáauglýsingablað til að kanna með íbúð, en það er allt á frekar viðkvæmu stigi ef skólinn opnar svo ekkert...annars geri ég bara heimildarmynd um þetta og heimta að fá hana metna sem 15 einingnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tony Danza?

 Ég vona ad thessir lýdsrædissinnudu Grikkir finni nú einhverja patent lausn á málum, svo thú getir farid ad "artí-fartast" ;) 

Hlýjar hugsanir úr dönskum "snestorm"! Kári. 

Kári (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:17

2 identicon

jamm segi að við gerum bara helljarinnar verkefni út á þetta og fáum það metið sem 15 einingar ... ég meina ekki okkur að kenna að það er verkfall í skólanum sem að við ætluðum að fara í. Vesen vesen .... ég er sko að farast úr smá stressi núna, en Davíð er salla rólegur segir að þetta muni allt lagast að lokum og við komumst í skólannn Ég vona að það sé rétt hjá honum

Heiðrún (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

já ég vona að þetta bjargist því hér er sko gott að vera, væri alveg til í að vera hér áfram :) svo maður tali nú ekki um að fara að láta til sín taka í art-fartinu! já mamma þú virðist hafa stofnað síðu, en það er gott hjá þér að geta kommentað, maður þarf samt ekki endilega að hafa síðu til þess ;)

Brynja Björnsdóttir, 22.2.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

já ég vona að þetta bjargist því hér er sko gott að vera, væri alveg til í að vera hér áfram :) svo maður tali nú ekki um að fara að láta til sín taka í art-fartinu! já mamma þú virðist hafa stofnað síðu, en það er gott hjá þér að geta kommentað, maður þarf samt ekki endilega að hafa síðu til þess ;)

Brynja Björnsdóttir, 22.2.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband