20.2.2007 | 20:57
Aþena og mótmæli
Jæja, þá er ég lent og komin heim til Tony þar sem ég gisti á meðan ég finn íbúð fyrir okkur. Hann er mjög indæll maður, sótti mig á flugvöllinn og ég er með sérherbergi og sérbað í kjallaranum, og já svo er sundlaug útí garði...spurning um að finna enga íbúð...
EN héðan er ekki tíðindalaust, nema síður sé, þó ég sé nýlent, því Tony upplýsti mig um það á leið heim frá flugvellinum að stúdentar hefðu hreiðrað um sig í háskólum landsins um miðjan janúar og neita að hleypa fólki inn, vinir hans Tony sem eru kennarar hafa bara verið heima frá því um miðjan janúar, komast ekki í vinnuna, svo áttu að vera próf þá úr haustannar efninu og þau var ekki hægt að taka og fólk því að missa heila önn.
Málið er að ríkisstjórnin vill samþykkja lög sem heimila einkaskóla sem og ríkisrekna, en þetta vilja stúdentar ekki heyra á minnst, og skv lögum má lögreglan ekki koma inn í skólana, þannig stúdentarnir mega kasta molotovkokteil í átt til lögreglunnar og hlaupa svo tilbaka í stikk!
Það eru risamótmæli skipulögð á fimmtudag, stúdentar hóta þúsundum mótmælandna, ég ætla að reyna að missa ekki af því.
Annars vil ég þakka góðar og hlýjar kveðjur frá öllum við brottför mína og ég ætla barað fara í háttinn, hlakka til að geta skoðað mig um á morgunn.
Athugasemdir
já það er alveg spurning, kannski hleypa þeir mér ekki inn fyrir svæðið, halda að ég sé að njósna fyrir kennarana eða ríkisstjórnina. Mig langar samt án djóks að fara þarna niðureftir, þetta er dáldið spennandi alltsaman, eða pirrandi, eða spennandi...
Brynja (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.