Færsluflokkur: Bloggar
1.6.2007 | 06:07
:)
Í miðjum tíma í Illustrator tölvutækni í gær koma menn, sem ég vona að hafi verið á vegum fyrirtækisins, frekar en skólans, og dreifa Lucky Strike músamottum til allra nemendanna. Það er nú þegar Lucky Strike auglýsing á öllum glösum í skólanum, ef maður kaupir sér kaffi og slíkt, Lucky Strike alveg með þetta.
Við Ylfa fórum í gær og horfðum á "stelpurnar okkar" rústa Grikkjum í undankeppni fyrir EM 2009. Þetta var mjög skemmtilegur leikur, ekkert smá flottar stelpur, mjög fimar með boltann. Ylfa þekkti svo Katrínu úr liðinu og eftir yndælis kvöldverð sátum við um hótelið þeirra einsog alvöru grúppíur.
Eftir að hafa heilsað uppá nokkrar fórum við rakleitt í opnun á myndlistarsýningu hjá grískri vinkonu Tinu og reyndar fleirum. Sú opnun var haldin uppi á þaki á 5 stjörnu hóteli og við opin bar og mánaskin spjölluðum við saman fram eftir nóttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 09:05
...
Jæja, þá kvaddi ég Pál í gær eftir viku heimsókn. Það var mjög gaman hjá okkur, við fórum til eyjunnar Agistri í sólbað og scooter keyrslu. Við horfðum á úrslit meistaradeildarinnar á risaskjá með nokkur þúsund Liverpool áhangendum. Við lentum í þrumum og eldingum en líka í sól og blíðu. VIð fórum á hersafnið og náttúrulega Akropolis. Við borðuðum á okkur gat af ýmsum grískum og gómsætum réttum. Mjög góð heimsókn.
Nú eru síðustu vikur skólans að hefjast og ekkert að gera nema spýta í lófana og bretta upp ermar. Skólinn er svo búinn 22. júní og þá koma próf sem við tökum ekki. VIð þurfum svo að fara út íbúðinni í lok júlí og ég fer til Feneyja að hitta Evu Dagbjörtu vinkonu mína þá. Það er tveggja daga sigling héðan. Svo ætlum við Ylfa að fara til Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklands með lest og svo höngum við kannski á einhverri fallegri grísku eyju og svo heim 31.júlí!
Myndirnar frá heimsókninni eru í tölvunni hans Páls þannig þær koma inn seinna.
Bestu kveðjur á klakann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2007 | 12:11
post election blues
mér finnst Baggalútur orða þetta vel, eins og svo oft áður;
Stjórnarmyndun gengur vel
Hér má sjá samninganefndina, en hana skipa formenn og varaformenn beggja flokka.
Samkvæmt heimildum Baggalúts ganga stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geðveikt vel. Haft var efir Geir Haarde, sem var í sínu besta skapi í morgun, að stjórnin myndi að öllum líkindum sitja í milljón billjón kjörtímabil til viðbótar og að honum þætti Jón Sigurðsson alger dúlla.
Mun Jón Sigurðsson hafa samsinnt Geir kurteislega við þetta tilefni og sagt, aðspurður um hvort ekki væri kominn tími á að hvíla framsókn vegna slakrar kosningar að sagan hefði sýnt að það skipti í sjálfu sér engu máli fyrir flokkinn hvort einhver kysi hann eða ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 06:48
Velkomin til Miðjarðarhafsins
Annars er eitt komið inn í ferðaplanið í júlí, ég ætla að sigla héðan til Feneyja og hitta þar Evu bekkjarsystur mína úr Listaháskólanum og við ætlum að skoða Feneyja tvíæringinn. Hún er búin að vera á þessari önn skiptinemi í Ungverjalandi, það verður gaman, vei!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 12:46
:)
Í gær í skólanum vorum við að læra á Avid klippiforrit og fengum MJÖG einfalt verkefni og þegar ég var búin ætlaði kennarinn ekki að trúa mér, var alveg steinhissa og sagði, líklega meira í gríni en alvöru að þetta myndi taka gríska manneskju 10 klukkutíma að gera. Þeir eru bara svo rólegir í öllu, við Íslendingar kannski meira drífum hlutina af, en ég fékk allavega að fara heim því hann gat ekki verið að fara yfir í námsefni næstu kennslustundar.
Í gærkvöldi var svo sörpræs afmæli fyrir Mögdu pólsku uppá þaki heima hjá henni og þar var afmælissöngurinn sunginn á ýmsum tungumálum. Annað kvöld er svo evrópskt samsuðupartý yfir Júróvisjón og það verður ábyggilega hresst. Annars fer hitinn alveg að verða ágætur, þetta klukkutíma ferðalag í skólann í strætó og metró verður alltaf sveittara og sveittara.
Svo er Palli væntanlegur eftir 11 daga og það verður gott og gaman að hitta hann aftur eftir 3ja mánaða aðskilnað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 10:47
Daglegt líf
Það er ekki seinna vænna að lífið fari að komast í fastar skorður hér úti, dvölin nánast hálfnuð. Það koma dagar þar sem allt virðist ganga upp í skólanum en það er einungis tálsýn, því það kemur alltaf eitthvað vesen uppá, en maður er orðin svo vanur því að ég myndi vera mjög hissa ef eitthvað gengi upp strax hér úti. Maður mun allavega læra að temja sér þolinmæði, þó ekki annað á þessum tíma. En ég er búin að skrá mig í eftirfarandi námskeið; Animation I og III, Computer graphics(illustrator), Advertising photography, Reportage II(fréttaljósmyndun?), Colour photography og Video III. Þar sem ég er skráð í interior design deildina hér úti af einhverjum ástæðum mér ókunnugar, þá þarf ég að skrifa laaanga ritgerð og taka fuuuulllt af myndum um mynstur, húsgögn og bróderingar í gegnum tíðina á Grikklandi. En mér lýst mjög vel á það sem ég er búin að skrá mig í, sérstaklega video kúrsinn, svo mun ég í raun klára animation III á morgunn því þá mun ég taka upp leirkallamynd sem ég er búin að vera að vinna að í verkfallinu í samvinnu við prófessorinn minn hér úti. Vonandi. Hér er engu hægt að treysta, maður verður bara að taka því rólega, bíta á jaxlinn og vona það besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 10:02
Kythnos
Daginn eftir fórum við í hellaferð að skoða helli sem heitir einfaldlega "Felustaðurinn" en þar leitaði fólk skjóls gegn loftárásum í Seinni Heimstyrjöldinni. Svo komum við að lokuðum veitingastað en þeir opnuðu fyrir öllum hópnum og elduðu allskyns sérrétti frá eyjunn, tam. steiktar ostabollur sem voru mjög góðar. Þjóðdansaklúbburinn fékk sér mikið ouzo, sem er grískt brennivín svipað sambukka en við létum það alveg vera. Stuttu seinna braust út hópdans mikill hjá þjóðdansafélginu svo unun var að horfa á.
Svo skoðuðum við þjóðminjasafn og býsantískt safn, en einmitt á leið á það lentum við í þvílíkum æsingi. Við vorum að þræða þröngar og að því er virtist fáfarnar götur, um 40 manna hópur, þegar við allt í einu erum lent í einskonar gæsapartýi. Inni á bar var ótrúlega há grísk þjóðlagatónlist og þar stigu fullt að konum trylltan dans og fyrir utan, við veginn stóðu að rar konur með súkkulaði og kökur og hnetur og nánast tróðu uppá mann. En það fyndasta voru konurnar með viskístaupinn, því án þess að átta sig á því hafði maður staupað viskí og var með fangið fullt af góðgæti :) afar hressandi reynsla. Það kvöld borðuðum við svo grískt hlaðborð á höfninni og tókum sporið enn á ný á hafnarbakkanun undir tónlist hljómsveitar úr þorpinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 21:15
Skóli
Jæja, fórum í skólann í gær og ég gekk í hálfgerðri leiðslu um gangana, það var svo mikið af fólki, aldrei séð annað eins mannhaf, og allir reykjandi og talandi og svo voru hátalarar með rosa hárri rokktónlist. Eftir öllum ganginum voru svo sölubásar þar sem nemendur selja sjóræningja dvd myndir og geisladiska, aðrir eru með bása til að skrá mann í einhver félög og reynað troða uppá mann visa kortum og enn aðrir selja glingur, eyrnalaokka og hálsfestar og slíkt, eins og götusalarnir, afar undarlegt allt saman. En við náðum í skottið á nokkrum kennurum og ég er allavega skráð í animation og svo margmiðlunarkúrs, sem er í grafísku deildinni sem og auglýsingaljósmyndun.
En það er enginn að stressa sig eftir 2 mánaða verkfall og 2 vikna páskafrí og þetta mun allt hefjast á næstu vikum segja kennararnir, það þarf reyndar að klára haustönnina fyrst í mörgum tilvikum og fyrir utan það er ég löngu hætt að kippa mér upp við vesen í krignum skólann. Ég er bara feginn að búið sé að opna hann og vona bara að ég fái allar einingarnar undir endann. Ég og Tina skólasystir mín og herbergisfélagi ætlum að nota ræktina í skólanum og svo er stórt og gott bókasafn þar.
Annars erum við að fara um helgina til eyjarinnar Kythnos, förum ég Tina og Ylfa með Rosinu sem við vorum hjá í Spörtu um páskana. Með í för verður líka þjóðdansaklúbbur sem Rosina er í þannig þetta ætti að verða fjör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2007 | 15:54
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 22:13
Innlit-útlit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)