Istanbul

Búlgaría var fín, pínu óhrein og svona en margar fallegar kirkjur að skoða og góður matur, sem er fyrir öllu.

Istanbúl er hinsvegar alveg frábær, erum á hosteli rétt við bláu moskuna sem er ein af mjög mörgum moskum hér í borg. Moskan blasir við útum gluggan er við borðum morgunmat og 5 sinnum á dag kalla þeir til bæna með fallegum kall/söng og það hljómar innum gluggana okkar og strætin er við röltum um. Erum búnar að borða margt gott, fullt af kebabi og reyktum svo vatnspípu í gær, mjög gaman. Fengum með súkkulaði og banana bragði og fyrir þá sem ekki vita er engin víma sem hlýst af slíkum reykingum, einungis gott bragð :)

Við erum búnar að skoða inní Bláu Moskuna og Hagia Sofia sem  er sérstök fyrir þær sakir að hún er kristin og íslömsk, en hún er eki í notkun núna, bara til skoðunar.

Svo fórum við á Grand Bazar í gær sem er markaður með fölsuðum merkjum og tyrknesku glingri, það tók dálítið á taugarnar enda allir ólmir í að selja mann eitthvað og nota til þess ýmis trick, við vorum kallaðar englar, spurðar hvort við værum frá Japan(?) og svo kallaði einhver á okkur Spice Girls en það skildum við ómögulega.

Annars vorum við að koma úr tyrknesku baði þar sem við fengum nudd og andlitshreinsun, held það verði ekki betra en þetta og svo heimkoma eftir viku, sjáumst þá!


Serbia kallar!

Ja, Belgrade hefur komid thaegilega a ovart. Hann Nemanja vinur Rosinu var mjog godur guide, syndi okkur kastala og utsynishaed med utsyni yfir alla Belgrade. Svo for hann med okkur a allskyns stadi sem bara heimamenn vita af, einn til daemis i kjallara a fjolbylishusi, madur thurfti ad dingla bjollunni til ad komast inn. Thad er godur matur hjer, allskyns kjot og grill og kraftmiklar fiskisupur svo fatt eitt sje nefnt :) og verdlagid er grin, vid settumst nidur og fengum okkur bjor i gaer og hann kostadi 80 kronur, stor bjor a veitingastad, 80 kronur islenskar!

Svo eigum vid einn dag eftir thvi lestin okkar leggur af stad til Bulgariu i kvold, klukkan 21. Hun tekur 10 tima thannig vid verdum komnar thangad undir morgunn. Vitum ekkert vid hverju vid eigum ad buast thar, laet ykkur vita hvernig thad verdur. 


3 vikur í heimferð

Mikið var nú gott og gaman í Feneyjum. Alger forréttindi að fá að sjá svona fína list, borða svo góðan mat og það besta hvað það var allt í frábærum félagsskap.

Ég setti inn myndir, gaman að sjá hver myndlistin getur verið fjölbreytt og margvísleg, náttúrulega bara brota brot af mínum myndum og brota brota brot af öllu, ég myndaði ekki allt.
Við Eva vöknuðum alla dagana frekar snemma og drifum okkur af stað, við bjuggum aðeins fyrir utan Feneyjar, uppi á meginlandinu svo að segja, það var rúta frá tjaldsvæðinu í 20 mínútur niðrí miðbæ.

Það eru í tvö aðalsvæði á Tvíæringnum og við eyddum 2 dögum heilum í hvort þeirra fyrir sig og svo einum dag í nokkra skála sem eru fyrir utan svæðið sjálft, íslenska og n-írska og svo fórum við að sjá mjög áhugarvert vídjóverk eftir Bill Viola sem er einn af mínum uppáhalds. Það lokaði yfirleitt um 18 og þá vorum við alveg orðnar fullar svo að segja, maður getur bara meðtekið svo mikið á hverjum degi, við tókum okkur líka góðar nestispásur yfir daginn. Þá fórum við yfirleitt að fá okkur að borða, heima á tjaldsvæði eða gripum með okkur pizzusneið og ræddum svo daginn yfir rauðvínsglasi.

Eftir frábæra viku fór ég aftur til Grikklands, var meira að segja farin að sakna þess svolítið, gisti eina nótt í Patra og svo er ég komin aftur "heim" til Rosinu og Takis bróður hennar.
Við Ylfa leggjum svo í'ann á ný um 14.júlí á Balkan Express, staðsetningar ekki enn komnar á hreint, einhver sérstök lönd sem þið mælið með?


Feneyjar

Eru yndislegar!

Vid erum a tjaldsvaedi rjett fyrir utan Feneyjar sjalfar, 20 minutur i straeto. Erum bunar ad skoa tvo adalsvaedin a Bienalnum i tvo heila daga, en thurfum 2 heila i vidbot, thetta er svo stort! Aetlum ad kijka a islenska og thad sem er ekki inna storu svaedunum i dag. Godur matur og skemmtilegri list.


Feneyjar

Nu legg jeg af stad innan skamms af stad i tveggja daga siglingu til Feneyja! VId erum bunar ad vera vid Ylfa i godu yfirlaeti hja Rosinu vinkonu okkar i Athenu, thad toppar ekkert griska gestristni. 

Annars er hitinn ad roast eftir HEITUSTU HITABYLGJU I GRIKKLANDI SIDAN MAELINGAR HOFUST, hvorki meira nje minna. Thad geysudu skogareldar hjer allt um kring, rumlega hundrad i Grikklandi og einir 14 i kringum Athnenu. Thad hafa um 15 manns i thad minnsta daid ur hita og i eldi utaf hitanum...

Vid vorum hja eistesku vinkonu okkar ad borda og svona i fyrradag og aetludum svo nidur i bae og tokum lyftuna nidur, 4 stelpur. Thegar nidur kemur opnast lyftan EKKI. VId reynum allt, neydarbjallan virkadi ekki nje neitt og vid hringdum i herbergisfjelaga eistanna og hun kemur nidur og ad lokud neydumst vid til ad hringja a slokkvilidid, sem thurfti ad slita sig fra einum af 14 skogareldunum sem geysuu i kringum Athenu! Their komu med vjelsog og eftir ruman klukkutima vorum vid lausar ur prisundinni, sem hafdi breyst i saunu, thad var svo heitt og vid vorum kofsveittar er vid loks komum ut. 

Tha tok ekki betra vid thvi reidur nagranni vildi ad vid myndum borga lyftuhurdina! Thad stod 4 manneskjur eda 300 kilo utana en 4 hafdi verid mad ut og reida konan sagdi ad thvi hefdi verid breytt i 3! En thad stod 300 kilo og vid vorum 4 nettar stelpur og aldre 300 kilo samtals, va hvad jeg var reid! Slokkvilidi tok nidur nofnin okkar tho, ekki full nofn eda neitt, bara fornofn :) 

 

laet kannski heyra i mjer i Feneyjum, goda helgi! 


Fljótt skipast

Já það verður seint sagt um þessa dvöl að hún hafi verið öll njörvuð niður og farið einsog búist var við. Tina þurfti að fara óvænt fyrr heim bara í gær, sem þýddi að ég þurfti að flytja út í gær, enda við orðnar tvær eftir í íbúðinni og eigendurnir vita náttúrulega ekki af mér. En ég fæ að vera hjá Rosinu sem við fórum með til Kythnos og Spörtu og við Ylfa fáum að geyma dótið okkar hjá henni líka. Það er líka svo töff, hún Rosina á mótorhjól og nú sit ég aftaná og við brunum þvers og kruss um Aþenu með hárið flaksandi í vindinum.

Pabbi, Hrefna, Arnaldur og Ásbjörn vinur hans fóru líka heim í gær og ég fór nokkrum dögum fyrr að hitta þau í Santorini fyrst og þaðan fórum við til Sifnons og loks til Aþenu. Æðislegar eyjur, þvílík náttúrufegurð og notalegt letilíf og gott og gaman að hitta fjölskylduna aftur. Set inn myndir sem fyrst.

Á undan því kláruðum við Tina allt fyrir skólann og núna rétt í þessu var ég að koma þaðan í síðasta sinn, búin að skila öllu og fá 17.5 einingar metnar! Mikið sem ég er fegin að það er frá.

Á eftir fer ég svo aftur til Sifnos :) því þar eru Ylfa og Kaja og Marilice, eistarnir, þær eru búnar að vera á eyjaflakki og svo er næsta stopp Feneyjar eftir 5 daga!

Annars er hitinn farinn að ná til manns loksins að eihverri alvöru og eina ráðið að hanga í loftkældum rýmum og drekka um 7 lítra af vatni á dag, án gríns.


Lúxus vandamál og lúxusíbúð

Ég veit það er bannað að kvarta yfir svona, en við erum ekki með loftkælingu og það er svo brjálæðislega heitt úti sem inni að ég á svo erfitt með að læra, sit bara og svitna og bráðna til skiptis og get ekki hugsað. Þetta er allt að koma þó, er þegar búin að skila einni ritgerð, þá er bara stuttmynd, storyboard animation, ljósmynda portfolio og plakat, logo og nafnspjald eftir...
En annars var ég að fá mjög ánægjulegt bréf frá byggingarfélagi námsmanna þar sem mér var tilkynnt að okkur hefði verið úthlutuð íbúð!
Frá og með haustinu munum við Páll búa á Háteigsvegi 33 á annari hæð(á móti sjómannaskólanum)
Með svölum og allt! Þar eru allir velkomnir í grill og gott spjall! Jibbíjei!

Útibíó

Var að koma úr útibíói hér í hverfinu okkar. Ó það er svo ljúft að sitja úti í hlýrakjól undir stjörnubjörtum himni, sötra bjór og horfa á, í þetta sinn The U.S. vs. John Lennon. Mjög fín mynd, bara svona fín skemmtileg mynd, skemmtileg myndskeið frá þessum ágæta áratug, góðar pælinar og smá sprengjur, enga rosa samt, engar atóm.
Annars er ég að skrifa og klippa og mála og teikna og hanna einsog vitlaus kona því ð viku liðinni verð ég búin að öllu fyrir skólann og komin á einhverja gríska eyju í faðm fjölskyldunnar :)

Góða helgi!


:)

héðan er allt glimrandi gott, farið að síga á seinni hlutann og maður fer að njóta en meira alls þess sem maður mun sakna og hugsa meira um það sem maður saknar heima.
Skömmin hann Palli flúði land(útá sjó) með myndirnar okkar en ég er með nokkrar sem ég setti inn ásamt einhverjum frá daglegu lífi.

Góða helgi :)


Ég bið að heilsa

Í gærkvöldi fór ég að sjá dönsku myndina "En Soap", mér fannst mjög gaman að henni og gott að heyra dönskuna aftur. Í miðri sýningu hélt ég að komið væri að endalokum heimsins þegar himnarnir(loftið) á bíóinu opnaðist hreinlega, eins og blæja á blæjubíl, það var mjög notalegt á þessu heita sumarkvöldi að sitja undir berum himni og stjörnuskini og hlusta á danska tungu.
Annars eru bara 3 vikur eftir af skólanum og ég á að vera að klára ritgerð um gríska list (einmitt, kennarinn er svo skrítin, ég átti að fara á 5 söfn og skrifa um gríska list, bara yfir höfuð, ekkert sérstakt tímabil, ekkert útfrá neinu sérstöku!!) þetta er of vítt samhengi...
Annars eru pabbi, Hrefna og Arnaldur væntanleg innan skamms hingað til Grikklands og ég ætla að hitta þau á einhverjum af grísku eyjunum og það verður gaman :)
því ætla ég að halda áfram að læra svo ég verði búin að öllu er þau koma.
Bestu kveðjur heim til allra

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband